Bjórtegund með reyktum mat

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.

Bjórtegund með reyktum mat

Postby busla » 21. Dec 2013 21:19

Halló!

Hér á bæ erum við að reykja hangikjöt með aðferð sem hefur verið notuð síðastliðin 60 ár. Það er kveikt upp í á hverjum degi og notuð eingöngu lífræn hráefni... og nóg af taði :-)

Hefur einhver sérstaka skoðun á bjórtegund með reyktum mat? Mér langar að setja saman uppskrift sérstaklega fyrir þetta kjöt og er að leita eftir hugmyndum.

Nonni
busla
Kraftagerill
 
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Bjórtegund með reyktum mat

Postby hjaltibvalþórs » 21. Dec 2013 22:51

Reyktur bjór er náttúrulega klassískt pörun ef maður vill sambærilega bragðupplifun úr bjórnum. Kannski spurning um að stæla Borg Brugghús og taðreykja maltið í hann?

Hér: viewtopic.php?f=21&t=67&p=628&hilit=hangikj%C3%B6t#p628 nefnir Stulli að belgískur Dubbel virki líka vel með hangikjöti. Ég hef ekki prófað það sjálfur en það hljómar nokkuð sannfærandi, dökkur og bragðmikill en ekki of maltaður. Þýskur Dunkel gæti einnig verið góður. Ég myndi persónulega forðast mjög humlaríka bjóra með þessum mat.
hjaltibvalþórs
Villigerill
 
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Bjórtegund með reyktum mat

Postby busla » 21. Dec 2013 23:18

Já, Westmalle double er fínn!

Ég veit ekki með reykt malt, hef áhyggjur af því að það gæti verið of mikill reykur fyrir þetta. Jafnvel eitthvað sem komplementar sterka reykjarbragðið, þá kannski eitthvað léttara og hefur svalandi áhrif. En eins og [url="http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=21&t=67&p=628&hilit=hangikj%C3%B6t#p628"]Stulli[/url] bendir á þá gæti það ekki passað.

Ég er persónulega mjög hrifinn af miklum humlum en það sem ég er að hugsa er eitthvað fyrir alla um jólin. Þannig að mér langar að draga úr humlum því þeir fara misvel í fólk.

Ég ætla að prófa nokkrar týpur um jólin. Athuga jafnvel Dunkel, Porter, Stout og svo einn svalandi.
busla
Kraftagerill
 
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Bjórtegund með reyktum mat

Postby busla » 25. Dec 2013 22:12

Fyrsta smökkun var framkvæmd í dag með fjölskyldunni. Ég er of sólginn í humla til að geta verið dómbær þannig að hlutlaus viðfangsefni á (næstum því) öllum aldri voru fengin í rannsóknina.

Við prófuðum hveitibjór, IPA, ljósöl (white ale), Stout og Porter.

Hangikjötið okkar er mikið reykt og í saltari kantinum.

Porter fékk hæstu einkunn hjá öllum. Þ.e.a.s. sá sem við vorum með, sem var Gæðingur.

Það er greinilega búið að setja bjór-línuna með hangikjöti hjá okkur.
busla
Kraftagerill
 
Posts: 63
Joined: 12. Sep 2012 14:02

Re: Bjórtegund með reyktum mat

Postby Idle » 26. Dec 2013 03:22

Síðbúið svar á ferð, svo skiptir vart miklu héðan í frá.

Ég hef reynt ýmsar bjórtegundir með hangikjöti á síðustu árum, allt frá léttum enskum bitterum til þyngri, sætra belgískra klausturbjóra. Sá sem ég var hrifnastur af með hangikjötinu var reyktur bjór, Aecht Schlenkerla Rauchbier Märzen. Hann fæst því miður ekki lengur í verslunum ÁTVR.
Sá sem næstur komst var Trappist Dubbel, og þar á eftir passaði Lava frá ÖB furðu vel við að mínu mati.

Ólíkir bjórar, en þetta voru topp þrír úr mínum prófunum. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Gleðilega hátíð! :)

Uppfært: Alls ekki óskylt með öllu, en því má bæta við að nú er ég í leit að góðu rauðvíni með hangikjötinu þar sem Aecht Schlenkerla er ekki lengur á boðstóðum. Er almennt hrifnastur af Shiraz og Cabernet Sauvignon vínum frá Ástralíu, Suður Afríku og Frakklandi. Hugmyndir vel þegnar!
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
 
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík


Return to Bjórgerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron