Hjálp aukabragð, hvað er þetta helvíti????

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.

Hjálp aukabragð, hvað er þetta helvíti????

Postby Grænikarlinn » 20. Dec 2013 20:19

Ok forsagan er sú að fyrir nokkrum árum bruggaði ég svona semi grain, þ.e.a.s með extrakt dufti og svo korn sem ekki þarf að meskja. Ég fann alltaf eitthvað undarlegt bragð sem pirraði mig. Alls ekki allir sem fundu þetta sem smökkuðu bjórinn minn þá, eiginlega bara ég. Svo sem enginn bjórnörd annar sem smakkaði þetta. Hélt fyrst að þetta væri plastið í gerfötunum, skipti þeim út. Svo var ég stressaður með iodophorið en held að það sé ekki máli.

Nú er ég byrjaður að brugga með BIAB aðferðinni. Fyrsti bjórinn IPA sem er alveg framúrskarandi bjór. Ekkert svona auka neitt. Svo kom annar bjór sem var APA, mjög fínn bjór og ekkert svona bragð nema núna nokkrum vikum síðar er ég farinn að finna þetta. Hvað í andskotanum getur þetta verið? Þetta minnir mig helst á plast eða eitthvað svona gervibragð....mjög látlaust samt. Munurinn á þessum bjór er að ég kreisti pokann vel til að fá sem mest úr meskingunni....eru þetta tannín sem losna og valda þessu. Afhverju virðist þetta koma eftir sem bjórinn stendur lengur???

Hjálp!
Grænikarlinn
Villigerill
 
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Re: Hjálp aukabragð, hvað er þetta helvíti????

Postby Plammi » 20. Dec 2013 23:08

Það er svo ansi markt sem getur haft slæm áhrif á bragð bjórs. Til að geta greint þetta þá þurfum við miklu meiri upplýsingar.
Komdu með alla uppskriftina.
Gravity tölur fyrir og eftir gerjun.
Hitastig gerjunar. (Of hátt hitastig getur gefið frá sér óæskilegt aukabragð)
Höndlun á geri. (Er gerið sett í á meðan virtuninn er of heitur)
Brugg-Ferlið. (Notaru kælispíral? er virtnum fleytt yfir á fötu áður en hann er kældur í gerjunarhita?)
Getur verið að súrefni hafi komist í bjórinn fyrir átöppun. (Súrefni fyrir gerjun = gott, súrefni eftir gerjun = slæmt)
Hefuru tök á að mæta með bjórinn á fund eða koma með hann til annars bruggara. (Flestir bruggarar eru til í skipta á bjórnum, ég bý í 107...)

Kveðja
Pálmi
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
 
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Hjálp aukabragð, hvað er þetta helvíti????

Postby rdavidsson » 21. Dec 2013 09:28

Ég var að lenda í því að fá aukabragð í fyrstu bjórana mína. Það sem var að klikka hjá mér var gerjunarhitinn. Var að gerja þá alltof heitt (umhverfishiti 22-23°C og mjög rokkandi) og fékk leiðinlegt aukabragð í bjórana. Ég endaði á því að gefa bróður mínum 2-3 kassa af bjór sem hann svældi út í einhverju partýi :)
Þetta bragð hef ég hinsvegar bara fengið þegar ég nota S-04 gerið, þó svo að ég gerji við 18°C og því nota ég alltaf Nottingham í staðinn!
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
 
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Hjálp aukabragð, hvað er þetta helvíti????

Postby Grænikarlinn » 22. Dec 2013 23:41

Jább væri til í að koma með smakk á eh fundi? Hvar og hvenær?
Gæti kannski rölt við hjá Hrafnkeli hér í næsta húsi?

Þetta er amk eitthvað sem var ekki til staðar fyrst en eftir nokkrar vikur á flösku þá fer að bera á þessu?

Kv

Grænikarlinn/Bjórbókin
Grænikarlinn
Villigerill
 
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Re: Hjálp aukabragð, hvað er þetta helvíti????

Postby Plammi » 23. Dec 2013 08:40

Grænikarlinn wrote:Jább væri til í að koma með smakk á eh fundi? Hvar og hvenær?
Gæti kannski rölt við hjá Hrafnkeli hér í næsta húsi?
Þetta er amk eitthvað sem var ekki til staðar fyrst en eftir nokkrar vikur á flösku þá fer að bera á þessu?
Kv
Grænikarlinn/Bjórbókin


Það er yfirleitt fundur 1. mánudag hvers mánaðar á KEX-hostel um 8 leitið. Í þetta sinn lendir það á 6.jan sem er einnig þrettándinn... Fundirnir eru alltaf auglýstir hér á spjallinu.
Það var smá umræða um að sjóða með lokið á á öðrum þræði hérna, kannski að það sé málið hjá þér? (það getur gefið off-flavour)
Og svo er smá lesning hér sem gæti gagnast.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
 
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Hjálp aukabragð, hvað er þetta helvíti????

Postby hrafnkell » 23. Dec 2013 08:42

Þú finnur bragðið ekki hérna?
http://www.howtobrew.com/section4/chapter21-2.html


Ég get alveg tekið það á mig að smakka bjór hjá þér, gæti verið að ég þekki bragðið. :) Ég verð samt ekkert heima í dag.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik


Return to Bjórgerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 9 guests

cron