Vantar ráðgjöf um myllur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.

Vantar ráðgjöf um myllur

Postby Eyvindur » 18. Nov 2013 20:28

Jæja, nú stendur til að láta karl föður minn koma með myllu fyrir mig úr næstu ferð til BNA. Ég er að velta fyrir mér hvað ég eigi að velja. Eru einhverjir fróðir menn með ráðleggingar fyrir mig? Ég er voða lítið inni í því hvað góð mylla þarf að hafa til brunns að bera. Ég vil halda kostnaðinum í lágmarki, en fá góða myllu sem er stillanleg og endingargóð. Vantar semsagt góðan milliveg í verði og gæðum. Ég er helst búinn að vera að skoða Monster Mill og Crank and Stein, en ekki búinn að ákveða neitt.

Einhver?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby bergrisi » 19. Nov 2013 16:41

Ég keypti Barley Crushern http://www.barleycrusher.com/.
Sé að margir eru með þessa gerð.
Ég sendi þeim póst tímanlega og gekk frá greiðslu. Svo bað ég viðkomandi að senda ákveðna dagsetningu svo myllan væri komin meðan ég var á staðnum.
Gott verð og hægt að nota borvél. Er mjög ánægður með hana.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby hrafnkell » 19. Nov 2013 21:04

Ég átti barley crusher fyrst, hann var fínn þangað til að ég þurfti eitthvað stórtækara. :)

Ég hugsa að þú verðir sáttur við hvað sem þú velur, ekki mikill munur á milli þarna hugsa ég.

Ég er með crankandstein 328d núna. Hún er ágæt, en er stundum aðeins að stríða mér, 3ja keflið grípur ekki alveg í kornið. Ég þarf hugsanlega að smyrja hana betur.


Image
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby Eyvindur » 19. Nov 2013 23:53

Já, eflaust verð ég kátur með hvað sem er. Þar sem pabbi gamli ætlar að taka þetta með sér í flug var ég að pæla í að kaupa myllu sem ekki fylgir hopper með og smíða slíkt. Þess vegna var ég aðallega að skoða Crank and Stein og Monster Mill.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby Haukurtor » 20. Nov 2013 12:49

Ég er í sömu hugleiðingum. Spurning hverju maður geti troðið í töskuna!

Er hopperinn á barley crusher alveg fastur á? Eða er hægt að fella hann niður?
Bergrisi var ekker mál að ferðast með hann?
Haukurtor
Villigerill
 
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby bergrisi » 20. Nov 2013 12:53

Þetta kom í góðum kassa og með frauði í kring. Ég tók allt frauðið burt og setti boli, sokka og nærur (hrein föt) í staðinn í kassann. Þá var þetta ekki mikið mál.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby hrafnkell » 20. Nov 2013 12:57

Hopperinn er ekkert svo huge, og hægt að losa frá "grunninum". Þarf samt frekar stóra ferðatösku fyrir hann. Tekur samt voða lítið rúmmál í rauninni því það er hægt að fylla hopperinn af drasli.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby bergrisi » 20. Nov 2013 14:00

Ég setti hann í stóra íþróttatösku. Var með foreldrum og öllum börnum svo það var nóg af töskuplássi. Það sem er aðlaðandi við þennan er verðið og hann virkar vel fyrir heimabruggara. Ég er alltaf með þetta 4 -9 kg af kornum í lögun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby Haukurtor » 20. Nov 2013 17:49

Frábært! Takk fyrir upplýsingarnar. Held ég skelli mér á barley crusher, verð með nóg töskupláss :) en afsakið eyvindur fyrir af high jack-a þræðinum.
Haukurtor
Villigerill
 
Posts: 22
Joined: 14. Sep 2011 15:01

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby flokason » 20. Nov 2013 18:36

Þeir sem ég þekki sem eiga Barley Crusher eru mjög sáttir með hann. Ég á einnig Barley Crusher og mér finnst hann geggjaður, en ég hef þannig séð ekki prófað neinn annan crusher, svo ég get ekki beint borið hann saman við neinn annan
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
flokason
Kraftagerill
 
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby Eyvindur » 20. Nov 2013 18:53

Ekkert hijack, þú varst að spyrja að því sama og ég! ;)

Ég setti þetta nú ekki síst hérna inn þannig að fleiri gætu haft gagn af því.

Ég er ennþá á Crank and Stein. Hún er ódýrari en Barley Crusherinn, og bruggfélagi minn er óður í að smíða hopper. Líka um að gera að minnka umstangið fyrir gamla manninn.

Takk allir, fyrir upplýsingarnar!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby flokason » 20. Nov 2013 19:08

Barley crusher er annars $10 ódýari hérna: http://beersmith.com/barley-crusher/heldur en á http://www.barleycrusher.com/ordering.php" onclick="window.open(this.href);return false; og flest öllum stöðum, ég keypti minn þarna
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
flokason
Kraftagerill
 
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby hrafnkell » 20. Nov 2013 20:41

Tók mína crank and stein í sundur í dag eftir nokkurra ára þjónustu án mikils viðhalds.

Hvern hefði grunað að bygg bíti á áli? :)

Image
Image
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Vantar ráðgjöf um myllur

Postby bergrisi » 20. Nov 2013 21:03

Það væri gaman að sjá myndir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík


Return to Bjórgerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests

cron