Kanill og negull

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.

Kanill og negull

Postby pledel » 13. Nov 2013 21:41

Sælir,

ætla að henda í einn á næstu dögum og ætla að hafa kanil og negul. Hvaða aðferðir hafa verið að reynast ykkur best? Hafið þið notað malaðan kanil/negul eða kanilstangir/negulnagla og hvenær hafið þið notað þá - í lok suðu eða secondary?

Hugmyndin er að kanillinn og negulinn finnist í ilm en bara í aukahlutverki...

Kv.
Eymar
:skal:
pledel
Villigerill
 
Posts: 2
Joined: 27. Dec 2012 18:00

Re: Kanill og negull

Postby bergrisi » 13. Nov 2013 23:55

4 kanil stangir er fáránlega mikið. Tala af reynslu. Set hálfa næst. Setti í vodka og í secondary.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Kanill og negull

Postby Eyvindur » 14. Nov 2013 00:05

Ég myndi setja pínu pínu pínulítið út í suðuna. Miklu minna en þú heldur. Ekki vitlaust að gúgla þetta og skoða sem flestar uppskriftir til að sjá hvað menn eru að nota að meðaltali. Svo myndi ég vera í lægri kantinum. Svo myndi ég smakka þegar gerjun er afstaðin og ef þér finnst vanta geturðu bætt út í í secondary. Það er alltaf hægt að bæta við, en þú tekur ekki úr.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kanill og negull

Postby pledel » 14. Nov 2013 13:43

Þakka fyrir þetta. Ætla að henda hálfri teskeið í lok suðu og svo á ég stangirnar fyrir seconday ef þess þarf. Hvað með negulinn, hafa menn verið að nota svipað magn af honum og af kanil?
pledel
Villigerill
 
Posts: 2
Joined: 27. Dec 2012 18:00

Re: Kanill og negull

Postby Dabby » 14. Nov 2013 14:05

Við gerðum c.a. þessa uppskrift í fyrra : http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=902 en skiptum Allspice út fyrir negul. Held að við höfum haldið okkur við þetta magn, þyrfti að fletta því upp til að vera viss. Það var allt of mikið, yfirþyrmandi negulbragð og lykt. Þ.a. mín ráðlegging er að nota negul í hófi og skoða uppskriftir á netinu sem sagðar eru góðar.
Dabby
Kraftagerill
 
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Kanill og negull

Postby QTab » 15. Nov 2013 20:27

Við notuðum 1/2 tsk af negul í 40L
Dabby fannst of mikill negull í honum en öðrum hefur fundist hann frábær, virðist vera mikið smekksatriði, ef planið er að gera frekar kryddaðann jólabjór þá held ég að þetta magn sé ekki galið. Minnir endilega að kryddin hafi farið í í upphafi suðu.
QTab
Kraftagerill
 
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Kanill og negull

Postby Eyvindur » 15. Nov 2013 21:24

Krydd eru samt oftast sett rétt í lokin á suðunni.

Hálf teskeið í 40 lítra hljómar eins og fínt magn, ef maður er hrifinn af negul (sem ég er, til dæmis). Mig minnir að ég hafi notað 1/4 úr tsk á sínum tíma.

Svo gætirðu líka notað nokkra negulnagla.

Í öllu svona finnst mér alltaf best að gúggla og skoða nokkrar uppskriftir sem fá góðar umsagnir á netinu og sjá hvað menn eru að nota mikið að meðaltali.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður


Return to Bjórgerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron