Sælir sérfræðingar.
Mig langar að forvitnast aðeins hjá ykkur, ég er búinn að brugga nokkur skipti og farið 100% eftir leiðbeiningum öll skiptin eða amk. talið mið gera það. Mér finnst hinsvegar gerjunin oft stoppa of snemma hjá mér langar því að fá ykkar skoðun á þessu Eina sem er ekki allgrain er europris.
Hér er það sem ég hef skráð niður
BeeCave OG 1.059 FG 1.025
TriCentennial OG 1.055 FG 1.010
Hafraporter OG 1.071 FG 1.030
BeeCave(simco version) OG 1.052 FG 1.020
Europris konubjór OG 1.031 FG 1.020
RedNose (jólabjór) OG 1.072 FG 1.017
IPA (tilbúinn pakki) OG 1.052 FG 1.017
Englis Pale Ale (tilbúinn pakki) OG 1.065 FG 1.034
IPA (tilbúinn pakki) 1.064 FG 1.031
Heyrði í Hrafnkeli hjá brew.is og hann hélt ég gæti verið að meska á of háum hita en ég hef passað vel upp á það undanfarið svo ég held að það sé ekki málið.
Þrátt fyrir þetta þá er bjórinn alltaf mjög góður (fyrir utan europris draslið) en það væri fínt að fá ykkar skoðun á þessu.
með fyrirfram þökk.