Smá pæling, sýking eða ekki?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.

Smá pæling, sýking eða ekki?

Postby Grænikarlinn » 30. Oct 2013 18:34

Sælir, mig langar að heyra ykkar álit. Var að tappa BeeCave í gær á flöskur.
Gerjun gengið vel, búblaði í 3-4 daga strax frá upphafi. Gerjun í 11 daga minnir mig.
Opnaði gerfötuna í gær og þá mætti mér megn lykt sem sveið í lungu og augu. Mjög súr keimur og minnti mig helst á belgískan lambic. Kom á óvart hve erfitt var að anda þessu að sér.

Sett á flöskur og tók frá í mælingu. FG 1011. Hellti í glas og fann þá ekki þessa lykt. Voðalega lítið að finna í bragði einnig, kannski ööööörlítið svona brett eitthvað.

Hvað haldið þig....hopless, mun þessi splundrast á næstu dögum vegna sýkingar haldið þið eða er BeeCave bara svona ekkert sérlega góður APA?
Grænikarlinn
Villigerill
 
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Re: Smá pæling, sýking eða ekki?

Postby Plammi » 30. Oct 2013 18:58

Held að það þurfi bara að slaka á og fá sér heimabrugg :)
Gefðu þessu allavega nokkrar vikur á flöskum áður en þú ferð að pæla í svona hlutum.
Skrítin lykt beint úr fötunni er ekkert óeðliegt, sérstaklega ef þetta er þín fyrsta lög (þetta venst).
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
 
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Smá pæling, sýking eða ekki?

Postby helgibelgi » 30. Oct 2013 19:23

Opnaði gerfötuna í gær og þá mætti mér megn lykt sem sveið í lungu og augu. Mjög súr keimur og minnti mig helst á belgískan lambic. Kom á óvart hve erfitt var að anda þessu að sér.


Hljómar eins og þú andaðir að þér koltvísýringu, CO2. Líklega ekki sýktur, en get ekki sagt út frá þessari lýsingu, endilega póstaðu myndum ef þú hefur einhverjar af bjórnum í tunnu eða glasi.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Smá pæling, sýking eða ekki?

Postby Grænikarlinn » 30. Oct 2013 21:18

Sælir, ekki mín fyrsta lögun, gerði IPA sem er snilld svo hef ég fiktað áður við extract bruggun. Aldrei lent í þessu. En ég hugsaði það einmitt, þetta virkaði eins og kolsýra, brá bara dálítið af því að það var líka svona súr keimur :)

Ég slaka bara á og horfi á grasið í garðinum vaxa á meðan.
Grænikarlinn
Villigerill
 
Posts: 12
Joined: 21. Oct 2013 10:49

Re: Smá pæling, sýking eða ekki?

Postby hrafnkell » 30. Oct 2013 22:48

Kolsýra er einmitt súr (enda sýra :))

Þetta er líklega í fínu lagi.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Smá pæling, sýking eða ekki?

Postby Eyvindur » 31. Oct 2013 00:02

Aldrei dæma bjór útfrá því hvernig hann lyktar eða smakkast við átöppun. Ég hef stundum lent í því að bjórar bragðast eða lykta viðbjóðslega fyrstu vikuna eða lengur, en eru svo frábærir þegar þeir hafa náð að þroskast aðeins.

RDWHAHB. :skal:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður


Return to Bjórgerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests

cron