Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.

Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby jniels » 4. Oct 2013 09:33

Sælir,

Þá settum við félagarnir loksins í fyrsta bjórinn í gær.
Gekk ótrúlega vel þrátt fyrir smá bilun í lok meskingar.

En það sem ég var að velta fyrir mér var hversu mikil skekkjumörk eru eðlileg varðandi magn á virti í lok suðu.
Vorum að fylgja Bee Cave uppskriftinni sem byrjar í 27l og ætti að enda í c.a. 20 lítrum en við enduðum með 18,5 lítra í gerjun.

Pressuðum mjög vel úr korninu og létum leka lengi úr meskipokanum yfir pottinum. Við erum að nota 75 lítra þvottapott með 3,5 Kw elementi í þetta ef það skýrir eitthvað.

kv
Jói N
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
User avatar
jniels
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby hrafnkell » 4. Oct 2013 10:38

Hugsanlega aðeins of hressileg suða. Þetta er bara eitthvað sem maður stillir af í næstu bruggunum. Hvað var gravity mælingin eftir suðu?
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby jniels » 4. Oct 2013 11:29

Það var í kringum 1.058.
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
User avatar
jniels
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby Eyvindur » 4. Oct 2013 11:32

Það er alltaf munur á uppgufun, nýtingu og öðru á milli tækja. Eina leiðin til að vita við hverju þú átt að búast er að nota græjurnar þínar nokkrum sinnum og taka nákvæmar mælingar í hvert sinn. Þá geturðu stillt allt af og vitað hvernig þín tæki hegða sér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby jniels » 4. Oct 2013 11:39

já einmitt.
Gæti prófað næst að skella PID stýringunni á manual og fara á 90% power. Fá aðeins minni suðu.

Annars sé ég ekkert mikið eftir þessum bjór :D Dríf mig bara í að sjóða meira.
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
User avatar
jniels
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby Eyvindur » 4. Oct 2013 12:56

Það eina sem er betra en bjór er meiri bjór.

Gangi þér vel!

:skal:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby jniels » 24. Oct 2013 22:02

Settum Bee Cave-inn á flöskur áðan. Endaði í c.a. 5% hjá okkur sem ég held að sé fínt.
Stóðst ekki mátið og smakkaði þetta aðeins og fannst hann furðu sætur ennþá. Á sætan eftir að minnka eitthvað af ráði eftir gerjunina á flöskum?
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
User avatar
jniels
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby Eyvindur » 25. Oct 2013 09:10

Smakkaðirðu hann með priming sykrinum? Ef svo er, þá á hann auðvitað eftir að gerjast. Ef þú smakkaðir án hans mun sætan ekki breytast neitt, en þegar bjórinn er kolsýrður verður upplifunin allt önnur. Það má líkja þessu við kók - ef þú drekkur flatt kók virkar það miklu sætara og sírópslegra en þegar það er gos í því.

RDWHAHB!

:skal:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby jniels » 2. Dec 2013 10:45

Sælir félagar.

Erum aðeins byrjaðir að smakka á Bee Cave sem fór á flöskur 24. okt.
Erum að lenda í að það er mjög misjöfn kolsýring á þeim bjórum sem við prófum. Tókum 2 úr Grolsch flöskum með smellutöppum sem voru mjög vel kolsýrðir og flottir, en svo opnaði ég einn heima úr standard flösku sem var gersamlega flatur.
Hélt þá að þetta gæti verið eitthvað tappa tengt hjá okkur og sótti tvær Grolsch flöskur í viðbót, en þær voru líka flatar.

Er þá ekki líklegast að sykurinn sé ekki að samlagast bjórnum nógu vel þegar við töppum á flöskurnar og það skipti þá einfaldlega máli hvar flöskurnar voru í röðinni þegar við fylltum á þær?

Leysti upp 115 gr. af sykri í c.a. 5dl af vatni og setti í botninn á áfyllingarfötunni áður en við fleyttum tæpum 17 lítrum af bjór yfir. Létum bjórinn mynda hringiðu í fötunni, en hrærðum svosem ekkert.
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
User avatar
jniels
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby æpíei » 2. Dec 2013 12:03

Þetta hefur aldrei verið vandamál hjá mér. Það sem ég geri er að ég hef sérstaka flöskunartunnu með stút. Sótthreinsa hana vel, læt renna sótthreinsandi gegnum stútinn líka. Set svo sykur í fötuna og helli smá sjóðandi vatni yfir, hristi vel af og til þangað til fatan er orðin volg viðkomu. Ég set sótthreinsaða slönguna í botninn og læt hana hringast upp í siphoninn og dæli ofan á. Það myndast hringiða og þetta blandast vel án þess að ég þurfi að hræra. Það er aldrei merkjanlegur munur milli flaska.

Ég hef þó rekið mig á eitt og annað. Euroshopper sykur virkaði ekki vel, hvað svo sem veldur. Nota hann því ekki, bara Dansukker. Það þarf aðeins minni sykur eftir því sem flaskan er stærri. Td 5 lítra kútar sem eg nota eru orðnir vel kolsýrðir á innan við viku en flöskurnar úr sama batch þurfa kannski 2 vikur. Sama með 1 l flöskur. Samt dálítið flókið ef þú ert með margar mismunandi stærðir, svo ég hef þá reynt að finna einhvern milliveg. Loks er þetta spurning um hversu mikið þú setur í flöskuna. Ég hef ca 2 þumla bil upp í topp.

Það sem ég segi að ofan hefur reynst mér vel. Það má vera að eitthvað annað virki betur fyrir þig. Þetta er allt hluti af reynslunni og kemur smám saman :skal:
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 823
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby Eyvindur » 2. Dec 2013 12:07

Ég er farinn að hræra alltaf, eftir að hafa lent í þessu nokkrum sinnum. Ég lendi enn oft í því að 2-3 flöskur séu yfirkolsýrðar, sérstaklega ef ég er svolítið lengi að setja á flöskur. Eflaust væri sniðugt að hræra reglulega, en á meðan þetta er ekki meiri skekkja en þetta nenni ég ekki að stressa mig á því. En það er klárlega sniðug hugmynd að hræra.

Eftir að lesa þetta hjá Æpíei velti ég reyndar fyrir mér hvort val á sykri hafi eitthvað með þetta að gera. Ég hef oft notað Euroshopper. Að hvaða leyti er hann verri?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby æpíei » 2. Dec 2013 12:21

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um það. En ég notaði hann í 2 tappanir og bæði bötsin voru mjög undirkolsýrð miðað við það sem þau áttu að vera. Það hefur ekki komið fyrir síðar enda hef ég notað Dansukker eingöngu. Storka ekki örlögumum og held mig við það sem hefur virkað.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 823
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby bergrisi » 2. Dec 2013 15:00

Ég sýð alltaf sykurvatnið í ca 5 mínútur. Las það einhverstaðar og það reynist vel. Er með sér fötu og hræri alltaf létt þegar bjórinn er kominn í fötuna. Hef ekki fundið mun á flöskum.
Þarf að athuga hvaða sykur konan kaupir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Nokkrar vangaveltur frá byrjanda.

Postby helgibelgi » 2. Dec 2013 15:25

Ég held að sykurinn hafi bara blandast eitthvað ójafnt við bjórinn. Það gerist hjá mér stundum líka. Ég er samt farinn að taka upp á annarri aðferð (stundum) sem ég hef ekki séð neinn annan gera, enda svolítið klikkuð. Þá leysi ég upp sykurinn í glasi við nákvæmlega mælt magn af vatni. Svo nota ég sprautu til að setja nákvæmlega sama magn af sykurlausn í hverja flösku fyrir sig. Þá deili ég bara lausninni með flöskufjöldanum til að fá rétt magn í hverja flösku. Ég geri þetta oftast þegar ég er að setja mjög lítið magn á flöskur í einu, t.d. þegar ég set 4-5 lítra tilraunalagnir á flöskur. Þá sleppi ég við að fleyta honum yfir á annað ílát og þannig minnka hættuna á oxun. Ef þetta er eitthvað sem hentar þér geturðu prófað þetta, en þetta hefur virkað fínt hjá mér hingað til.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland


Return to Bjórgerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron