Hvernig drekkur maður mjöð

Spjall um mjaðargerð og allt henni tengt.

Hvernig drekkur maður mjöð

Postby ulfar » 5. Sep 2009 23:45

Keypti mjöð í ríkinu. Á hann að vera kaldur eða við stofuhita?
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
 
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Hvernig drekkur maður mjöð

Postby Idle » 6. Sep 2009 01:47

Er seldur mjöður hér? :o

Annars er "þumalputtareglan" sem ég kynntist sú, að ef mjöðurinn er þurr, skal hann borinn fram við 8°C til 10°C; 10°C til 12°C sé hann sætur. Persónulega líkar mér efri tölurnar betur (10°C til 12°C) fyrir mjölinn minn, og þeim sem hann hafa bragðað. Hef framreitt hann í kollu, en jafnvel vatnsglösum ef ekkert betra hefur verið fyrir hendi. Mæli með staupi eða bikar með víðu opi, til að ilmur njóti sín betur.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
 
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvernig drekkur maður mjöð

Postby kristfin » 7. Sep 2009 09:42

hvaða mjöður er seldur hér. ég þrammaði um heiðrúnu um daginn og tók smakk af öllum áhugaverðum bjórum sem ég sá (er orðinn ástfanginn af móra eftir það) en ég fann engan mjöð
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
 
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hvernig drekkur maður mjöð

Postby Idle » 7. Sep 2009 09:51

Ég fór að kanna þetta á vefsíðunni, og svo virðist sem fjórar (raunar þrjár, eins og er) tegundir séu í boði. Þetta þarf ég að skoða betur við tækifæri!

Czworniak Korzenny (Hvergi til eins og er)
Dwojniak Kurpiowski (Kringlunni, Skútuvogi, Heiðrún)
Dwojniak Staropolski (Kringlunni, Skútuvogi, Heiðrún)
Trojniak Piastowski (Skútuvogi)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
 
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvernig drekkur maður mjöð

Postby kristfin » 7. Sep 2009 10:19

þetta kostar 3500 fyrir 750ml og 3000 fyrir 500ml.

þetta er rosalega dýrt. ég hafði hugsað mér að drekka þetta ekki ættleiða!
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
 
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Hvernig drekkur maður mjöð

Postby Idle » 7. Sep 2009 10:24

Já, þetta er ferlega dýrt. 1.836 kr. fyrir 750 ml. af Trojniak Piastowski er samt ekki svo galið... Ein sæmileg rauðvínsflaska kostar svipað.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
 
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hvernig drekkur maður mjöð

Postby Eyvindur » 7. Sep 2009 10:25

Þú áttar þig á því að mjöður er allt annað en bjór. Hráefnið er dýrt, áfengisprósentan há og þetta er innflutt, sem skýrir verðið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður


Return to Mjaðargerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron