Eldgömul mjaðar uppskrift

Spjall um mjaðargerð og allt henni tengt.

Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby Sindri » 24. Jan 2014 17:09

Sælir

Konan rakst á þessa eldgömlu mjaðar uppskrift. Hvaða geri mælið þið með í svona ?
Og væntanlega látið gerjast í eh vikuráður en það er flaskað..

Uppskrift.jpeg


Allavegana var þetta skrifað fyrir svona 30+árum síðan
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby helgibelgi » 24. Jan 2014 20:23

Þetta er snilld! Ætla að prófa þessa uppskrift, en skala hana niður í 5 lítra svo hún passi á 5 lítra gerjunarílátið mitt.

Varðandi ger veit ég að fólk er að nota alls konar ger. Sýnist öl-ger vera vinsælt. Annars er líka hægt að nota brauðger.

Er ég að lesa rétt að rúsínur fari með í flöskurnar? Það finnst mér skemmtilegt og minnir mig á Kvass uppskrift sem ég fann á netinu. Þá setti ég bara rúsínur en engan sykur, það gaf örlitla kolsýru og myndi líklega passa við mjöð.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby helgibelgi » 27. Jan 2014 16:29

Jæja

Nú er þetta í gerjun. En þegar ég segi "þetta" þá verð ég að setja fyrirvara, því ég gerð örlitlar breytingar til að sníða þetta að mínum aðstæðum.

Ég gerði 4 lítra:

450 gr villiblómahunang úr krónunni. Hunangið á að koma frá mið og suður-ameríku.
200 gr hvítur sykur. Átti ekki meira, en þetta sleppur nú.
1 sítróna - börkur + kjöt
1/2 desilítri Amarillo humlar (pellets) = 30 gr. Valdi Amarillo vegna þess að þeir komu vel út í þurrhumlun á Cider-tilraun hjá mér. Hef lítið annað til að bera saman við, þar sem ég hef ekki gert mjöð áður, nema einn braggot sem ég á eftir að smakka.
S-04 ölger - 1/3 pakki, bleytt upp í með ásamt smá yeast activator.
Gernæring - Wyeast gernæring fyrir ölger. Planið er svo að bæta við smá DAP næstu daga á meðan gerjun er í hámarki.
OG - 1.060 (verður líklega rúmlega 7% giska ég)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby helgibelgi » 29. Jan 2014 11:05

Ok, þriðja kommentið í röð! Þetta er sönnun á því hvað ég er hrifinn af öðruvísi drykkjum.

Á ferðum mínum um internetið rakst ég á mjög óljósa tilvísun í Finnskan mjöð undir nafninu Sima

Wikipedia staðfesti að þetta er í raun Sima uppskrift sem þú póstaðir, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Sima_%28mead%29

Samkvæmt google translate er Sima = Mjöður. Skv. wikipedia greininni er Sima gerður fyrir börn í Finnlandi. Ætli það sé ekki vegna þess að þeir fullorðnu fá sér ekkert léttara en Vodka? :P
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby Sindri » 29. Jan 2014 22:28

Snilld! Ætla að smella í einn svona þegar gerjunarfata losnar hjá mér! Spurning hvort ég noti ekki bara uppskriftina þína við þetta.
Hvað ætlarðu að gerja þetta lengi ? ætti 3 vikur ekki að vera nóg ?

kv Sindri
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby helgibelgi » 24. Mar 2014 15:55

Sindri wrote:Snilld! Ætla að smella í einn svona þegar gerjunarfata losnar hjá mér! Spurning hvort ég noti ekki bara uppskriftina þína við þetta.
Hvað ætlarðu að gerja þetta lengi ? ætti 3 vikur ekki að vera nóg ?

kv Sindri


Sæll, heyrðu ég reyndi að fara eftir uppskriftinni varðandi gerjunartímann eins langt og ég þorði, gerjaði fyrstu tilraunina í 5 daga minnir mig. Sú tilraun endaði í 1.017. Síðan þá hef ég gert þennan mjöð þrisvar í viðbót, gerjaði 2 skipti í 1 viku og var að enda í 1.006-1.009. Þriðja skiptið var látið vera í 2 vikur, enda var sú uppskrift stækkuð til að gera sterkari mjöð, sá endaði í 1.000 niður úr 1.077.

Ég hef ekki lent í flöskusprengjum ennþá, en mig grunar að ég muni gera það fljótlega ef ég held áfram að gerja hann svona stutt. 3 vikur myndi ég trúa að væri feikinóg fyrir þessa uppskrift, hann yrði þó í þurrari kantinum.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby Sindri » 24. Mar 2014 21:50

Ég var einmitt að taka gravity um helgina og er hann í 1000 hjá mér. Setti hann í secondary fötu til geymslu og sigtaði allt jukkið frá eða ætti ég frekar að smella honum á flöskur og geyma hann þannig ?
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby helgibelgi » 24. Mar 2014 23:25

Sindri wrote:Ég var einmitt að taka gravity um helgina og er hann í 1000 hjá mér. Setti hann í secondary fötu til geymslu og sigtaði allt jukkið frá eða ætti ég frekar að smella honum á flöskur og geyma hann þannig ?


Bæði er örugglega fínt. Í mínu tilfelli var þetta (mjög) drykkjarhæft strax þannig að þú getur örugglega sett hann á flöskur strax hugsa ég. Annars getur verið að hann verði ennþá betri með smá tíma í viðbót og líklega tærari og flottari. Hann hefur bara ekkert enst hjá mér það lengi, geggjuð uppskrift!
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby Sindri » 30. Mar 2014 10:30

Settirðu rúsínur í eða sleptirðu því ? var að spá í að taka það 50/50
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby helgibelgi » 31. Mar 2014 08:16

Sindri wrote:Settirðu rúsínur í eða sleptirðu því ? var að spá í að taka það 50/50


Já ég notaði rúsínur
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Eldgömul mjaðar uppskrift

Postby Sindri » 31. Mar 2015 00:46

Var að enda við að setja í 24l af þessum. Notaði Centennial humla þar sem ég átti ekki neitt annað. Reyndar notaði eh ódýrt x-tra hunang.. vona að það skemmi ekki alveg fyrir þar sem seinast notaði ég eh rándýrt hunang og bragðaðist hann alveg ótrúlega vel. Spá í að gerjan alveg í 3vikur og síja hann aðeins og henda helming á flöskur og helming á secondary tunnu. - notaði US 04 ger.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39


Return to Mjaðargerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest