Cider tilraunir

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.

Cider tilraunir

Postby astaosk » 21. Feb 2010 22:35

Ég ákvað í síðustu viku að skella nokkrum pakkningum af bónus eplasafa í tunnu, með smá hunangi og púðursykri. Ég mældi gravity-ið áðan og þetta nálgast óðum 1000 og enn heilmikið að gerast. Ég er því hrædd um að þetta verði voða þurrt og súrt... Hefur einhver verið að gera einhverjar tilraunir til þess að sæta eftir á? Ég var eitthvað að lesa mér til um að fólk hefði verið að setja á flöskur áður en gerjun stöðvaðist og svo stöðva hana með því að hita flöskurnar þegar næg kolsýra væri komin. Hljómar mjög mikið vesen og líkur á að fá nokkrar flöskusprengjur.

Ég var því að pæla hvort það væri ekki hægt að setja einhvern ógerjanlegan sykur út í, eins og t.d. bara mjólkursykur? Er það einhver hugmynd? Kemur e.t.v. eitthvert óbragð bara af því?
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
astaosk
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Cider tilraunir

Postby Eyvindur » 21. Feb 2010 22:46

Ég myndi frekar kaupa gerstopp og henda því út í, sæta það svo eftir smekk. Útilokar kolsýru, en þetta er jú oftast gert í líkingu við vín frekar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cider tilraunir

Postby Classic » 21. Feb 2010 23:02

Eða einfaldlega sæta þetta þegar í glasið er komið með smá Sprite eða eplasafa. Engiferöl hefur líka verið að gera lukku hjá þeim sem hafa verið að sulla í mínu eplavíni. Bara örlítið, las einhvers staðar 1/3 bland, 2/3 eplavín, en það er jafn vel of þynnt fyrir minn og minna smekk ef eitthvað er... Svo bara hafa þetta nógu djöfulli kalt og helst á ís :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
 
Posts: 315
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík

Re: Cider tilraunir

Postby sigurdur » 21. Feb 2010 23:24

Fyrir minn smekk þá þyrfti vínið að vera í sterkari kantinum til að leyfa þessa minnkun á alkohólsprósentu.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Cider tilraunir

Postby astaosk » 22. Feb 2010 00:40

Þetta ætti að enda einhvers staðar í kringum 7% held ég, svo það er ef til vill hægt að þynna það örlítið. Samt varla nægilega sterkt til að geta virkað sem vín?
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
astaosk
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: Cider tilraunir

Postby Classic » 25. Feb 2010 00:21

Mitt er ca.8,5% (21l Brazzi+1kg glúkósi, 1065OG, 1000FG), og virkar vel á hvorn veginn sem er. Svona áfengisprósenta gefur ágætis svigrúm til blöndunar, gætir blandað 50/50 þess vegna og ert samt í styrkleika á við léttan bjór (þótt ég sé ekki viss um að það sé gott, mínar tilraunir með þetta hafa sýnt að "less is more" þegar kemur að blandi með þessu), en dry er það eins og hvítvín í léttari kantinum... með 7% gefur þér 4,67% með 2/3 vín á móti 1/3 blandi
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
 
Posts: 315
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík

Re: Cider tilraunir

Postby Eyvindur » 25. Feb 2010 00:28

Því ekki að blanda þessu bara við sætan, goseplasíder úr búð? Perusíder gæti jafnvel verið bretri (hann er oftast sætari, hefur mér sýnst). Þarft örugglega lítið af honum til að fá temmilega sætu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Cider tilraunir

Postby Classic » 25. Feb 2010 00:38

Ég var einmitt að hugsa þetta sama um daginn, það nefnilega stendur "síderkarakter" (eins og Svíarnir kalla þetta) flaska á eldhúsborðinu, eitthvað sem var ekki drukkið um áramótin og ég fékk þessa flugu í höfuðið en hef ekki látið af því verða .. prófa kannski næst þegar ég poppa eina epla og læt vita :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
 
Posts: 315
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík

Re: Cider tilraunir

Postby Hjalti » 3. Mar 2010 00:07

Þeir selja ágætis Herljunga Cider í Europris sem ég mæli með :)

Það er það sem ég drekk þegar ég fer í partý og ætla ekki að drekka áfengi....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
 
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur


Return to Cidergerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron