Cider og bláberjamjöður tilraun

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.

Cider og bláberjamjöður tilraun

Postby Snordahl » 26. Feb 2014 22:52

Ég fór í smá tilraunamennsku á föstudaginn og lagði í english cider og bláberjamjöð. Hingað til hef ég eingöngu bruggað bjór en þetta er svo skemmtilegt hobbý að ég varð að prófa eitthvað annað líka :)
Ég tók eitt vial af WL775 úr seinustu White Labs pöntun og notaði í þessar lagnir. Ég pældi ekkert í því hvort að gerið hentaði fyrir mjöð en það er að vinna sína vinnu núna.
Ég keypti tvær 10 lítra fötur í Ámunni og loftlása fyrir þessa tilraun sem kostaði ekki mikið.

Uppskriftin af cidernum sem ég fór eftir er fengin hér:
http://www.homebrewtalk.com/f81/grahams ... er-107152/

Ég notaði:
1 gallon Eplasafi úr Kosti
1 tepoki Earl Grey frá Tefélaginu
Hálft lime
Gernæring
WLP775

OG = 1.052

Te og lime eiga að bæta við tannín og sýru sem eru til staðar þegar notuð eru fersk epli, en eplasafi er snauður af því.

Það var mjög einfalt að seta þetta allt saman. Ég setti smá vatn í pott, kreisti lime út í og lét suðu koma upp. Því næst lét ég te-ið út í og lét liggja þar í nokkrar mínútur. Á meðan te-ið var að taka sig hellti ég safanum kröftulega í gerjunarfötu ásamt gernæringu. Þegar te-ið var til hellti ég því út í safann og leyfði þessu kólna niður í gerjunarhita, hristi fötuna hressilega og bætti geri út í.

Þar sem ég var bara með 1 vial fyrir 2 lagnir þá ætlaði ég að hella u.þ.b. helming í hvora lögn en endaði á að hella mun meira í mjöðinn og var ansi hræddur um að restin af gerinu myndi ekki ráða við Ciderin.

Bláberjamjöður:
Ég fór í nokkrar búðir (Heilsuhúsið, Hagkaup og Kost) í leit að hunangi og varð fyrir smá vonbrigðum með úrvalið af hunangi, en þar sem ég endaði í Kosti þá keypti ég 2.3kg af White Clover hunangi og 1kg af frosnum bláberjum.

Í mjöðinn notaði ég:
4 lítrar soðið vatn
0.82kg hunang
1kg frosin bláber
Gernæring
WL775 ger

OG = 1.058

Ég byrjaði á að sjóða vatnið og leysti svo hunangið upp í því. Þar næst bætti ég bláberjum og næringu við og leyfði þessu kólna niður í 20 gráður, hristi fötuna og bætti geri við.

Ég hef svo fylgt leiðbeiningum Hrafnkels (http://brew.is/blog/2014/02/berjamjodur-melomel/) og bætt gernæringu og súrefni við mjöðin á sirka sólahrings fresti, en eingöngu næringu við ciderin.

Ég tók gravity mælingar:

Rúmlega 2 dögum eftir að gerjun hófst:
Cider: 1.010
Mjöður: 1.032

Rúmlega 3 dögum eftir að gerjun hófst
Mjöður: 1.022

Ég smakkaði mjöðinn í gær og hann bragðaðist fjandi vel sem kom mér á óvart og það var alveg rífandi mikið berjabragð. Það verður gaman að smakka aftur eftir 1-2 mánuði.

Ég held ég leyfi þessu vera í primary í mánuð, svo secondary í 1-2 mánuði, svo flöskur. Hafa menn einhverja hugmyndir um hvað ég eigi að leyfa cidernum liggja lengi í primary?

Ég tók nokkrar myndir sem ég set inn við tækifæri.
Snordahl
Villigerill
 
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Cider og bláberjamjöður tilraun

Postby hrafnkell » 27. Feb 2014 09:58

Gaman að sjá að mér hefur tekist að kveikja áhuga hjá fleirum :)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Cider og bláberjamjöður tilraun

Postby Snordahl » 27. Feb 2014 16:42

hrafnkell wrote:Gaman að sjá að mér hefur tekist að kveikja áhuga hjá fleirum :)


Svo sannarlega, það hefur verið að gerjast í mér í soldin tíma að prófa eitthvað svona og að sjá hvað aðrir eru að gera ýtir manni áfram í að prófa :)
Snordahl
Villigerill
 
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40


Return to Cidergerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron