Beatsuka Brew - Cider gerð.

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.

Beatsuka Brew - Cider gerð.

Postby Beatsuka » 1. Feb 2014 23:44

Ákvað að skella í einn þráð hérna varðandi Cider framleiðslu mína (mest megnis tilraunir) fyrir þá sem hafa áhuga. Ég er opinn fyrir öllum tillögum og uppástungum :)
Spurning hvort þetta ætti frekar heima í "Hvað er verið að brugga" dálkinum?? ef svo er þá má alveg færa það þangað mín vegna :)

Nöfnin sem ég notast við eru alltaf Beat/Beats eitthvað eða eitthvað beat/beats enda kalla ég þetta Beatsuka Brew

Ég er að notast við "Home brewing caps" aðferðina frá Pat Mack. sjá:http://homebrewingcaps.com/
Ég mun síðan auðvitað prufa mig áfram síðar meir í að nota gerjunartunnur og aðrar aðferðir en þessi leið er að virka mjög vel enn sem komið er allavega :)

Mín fyrsta epla cider tilraun kom ágætlega út - hægt að lesa nánar um hana í svari við öðrum þræði hérna: http://fagun.is/viewtopic.php?f=15&t=2969

Ég var að fá í hús 10 auka tappa ásamt 20gr af þurrgeri frá Pat Mack og ákvað ég því að fara í smá tilrauna starfsemi. Eftirfarandi eru þær uppskriftir sem ég skellti í.

Time Test: - Beats Apples
Tilgangur þessarar blöndu var einungis til að finna út á hvaða stigi gerlunar mér þætti ciderinn koma best út. ég útbjó 6x 0,5L flöskur af Epla Cider sem ég mun taka úr gerjun á mismunandi dögum, byrja á degi 5, 6, 7, 8, 9 og að lokum 10. miða ég við viðmiðunar töflu frá Pat Mack um áættlað áfengismagn eftir dögum með þessari aðferð.

Uppskrift:
3 Lítrar Epla Brazzi
420 gr. hvítur sykur.

hér má sjá viðmiðunartöflu áfengismagns eftir dögum (áættlað ABV)
Image


Taste Test nr 1. - Super Beats (Red)
2 Lítrar Rauður superberries safi
100 gr. hvítur sykur
100 gr. púðursykur
100 gr Síróp
3 DL vatn

Sykrum og síróp leyst upp í 3 DL af vatni, það síðan blandað saman við safan í 2L flösku. gengið er úr skugga um að allt hafi blandast vel saman. síðan er bætt við ca. 60 kúlum af geri og home brew tappinn skrúfaður á. þetta mun svo standa inní skáp í u.þ.b. 10 daga og síðan kælt í aðra 3-5 daga (jafnvel lengur)


Taste test nr. 2 - Beats Brown
1 Líter Epla Brazzi
140 gr. púðursykur.

Sykur leystur upp í eplasafa og síðan settur í 1 Líter flösku - fyllt upp með eplasafa - ca. 30 gerkúlum blandað útí og tappinn settur á. Þessi mun bíða í u.þ.b. 10 daga og kældur í 10 daga + til að ná sem tærustum

Taste test nr. 3 - Mixing Beats.
1 Líter epla brazzi
40 gr hvítur sykur
40 gr púðursykur
60 gr síróp

Sykur og síróp leyst upp í eplasafa, sett í 1 líter flösku og fyllt upp með eplasafa - ca. 30 gerkúlum blandað útí og tappinn settur á.
Þessi mun bíða í u.þ.b. 10 daga og kældur í 3-5 daga

Taste test nr. 4 - Helgu Beats.
Þessum fékk frúin að stjórna frá A-Ö

1 Líter Trönuberjasafi
50 gr. hvítur sykur
50 gr. Síróp

Sykur og síróp leyst upp í trönuberjasafa og sett í 2L flösku - Rest af líters trönuberjasafanum sett í flöskuna - ca. 30 gerkúlum blandað útí og tappinn settur á. - Þessi mun síðan bíða í u.þ.b. 6 daga og síðan kældur í 3-5 daga.


Aukalega er ég með í gerjun svokallað Super Beats (blue) sem ég skellti í þann 26. Janúar. En þar er uppskriftin svohljóðandi:
1 Líter fjólublár superberries safi
40gr púðursykur,
45 gr síróp
1tsk vanilludropar
3dl vatn.

Sykur, síróp og vanilludropar blandað saman við 3dl vatni í potti, náð upp í suðu og kælt niður aftur. blandað útí safann. ca. 60 gerkúlur. tappi settur á og mun þessi fá að bíða í ca. 7 daga, síðan kældur í 3-4 daga og smakkaður s.s. næstu helgi. :)Pat Mack's tapparnir voru settir á allar flöskurnar. ekki er hægt að gera þetta með venjulegum töppum.

Hér má sjá myndir frá þessu tilraunakvöldi. Afsaka léleg gæði enda rétt tekið á gsm síma þar sem að myndavélin var rafmagnslaus og ég fann ekki hleðslutækið hah... (2 myndir teknar úr snapchat safni sem gerir hlutina enn verri)

Öllum safanum raðað upp. (tekið með snapchat, urðu aðeins fleiri en 3 tilraunir í lokin)
Image

Verið að blanda í time testið.
Image

Verið að blanda í Super Beats (red)
Image

Allt blandað og klárt fyrir gerla og töppun- séð frá hægri: Beats Brown, Mixing Beats, 6x time test, Super Beats (red), Helgu Beats.
Image

Gerlað, tappar komnir á og fallega bleikir merkimiðar komnir með dagsetningum og nöfnum.
Image


Ef þið hafið einhverjar spurningar, ábendingar eða hugmyndir af skemtilegum uppskriftum (er rétt svo að byrja bara) þá endilega skjótið þeim áfram!

Kem svo með útkomuna hérna inn þegar að því kemur!

:skal:
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Beatsuka
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Cider gerð.

Postby bergrisi » 2. Feb 2014 10:15

Mjög áhugavert.
Endilega leyfðu okkur að fylgjast með.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Beatsuka Brew - Cider gerð.

Postby Beatsuka » 11. Feb 2014 18:44

Jæja. þá hefur partur af þessu verið smakkaður og drukkinn og partur stendur en ósnertur.

Lenti í smávægilegum vandræðum með 4 af 11 töppunum þar sem þeir voru alltaf að losna af flöskunum þannig að þrýstingurinn náði aldrei að byggjast almennilega upp.
Kvartaði í framleiðanda og fékk senda aðra tappa í staðinn sem vonandi virka betur.

Þeir drykkir sem ég hef smakkað núna (og útkoman af þeim) eru:

Super Beats (Blue)
Gerjaðist í 12 daga, kældur í 2 daga, skipt niður í minni flöskur, kældur í 1 sólahring eftir það.
Bragðaðist mjög vel. ekki til neitt sem heitir sætt í honum, eftirbragð var gott en frekar þurr tilfynning svipað til þegar maður drekkur sum rauðvín að mínu mati.
Eftir 1 glas þá fann maður ágætis spark enda vínandinn vel sterkur.

Helgu Beats
Frúin vill hafa sína drykki sæta þannig að þessi var tekinn úr gerjun eftir 7 daga, stóð í kæli í 3 daga, tappaði honum þá á minni flöskur og kældi í 1 dag til viðbótar.
Gerjun byrjaði einnig of seint, af einhverjum ástæðum var þessi ekki byrjaður að gerjast eftir ca 2 sólahringa þannig að ég bætti útí 6 rúsínum og þá datt gerjun í gang.
bragðaðist ótrúlega vel en var virkilega sætur enda ekki full gerjaður.
áfengismagn var í lámarki.
Frúin var sátt :)

Síðasta flaskan af time test epla cidernum fór síðan í kæli í dag. hef ég ekki smakkað neina af þeim enda er planið að smakka þá alla sama kvöldið til að sjá muninn á þeim. þannig að þeir munu allir standa í kæli þar til næstu helgi.

Mynd af Super Beats (Blue) kominn í glös
Image

Uppfæri síðar varðandi hina 3 drykkina plús time testið :)
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Beatsuka
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Cider gerð.

Postby bergrisi » 11. Feb 2014 22:42

Takk fyrir. Virkilega gaman af svona "vísindalegum" tilraunum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Beatsuka Brew - Cider gerð.

Postby Beatsuka » 18. May 2014 00:34

Jæja. datt aðeins niður virknin hjá manni og tíminn til að brugga í leiðinni. enda mikið um að vera þegar maður kaupir sér íbúð og gerir hana upp...

en eftir að allt róaðist fékk ég vini yfir í heimsókn og eftir nokkra bjóra var ákveðið að skella sér í að smakka 2 af þeim cyderum sem ég bruggaði hér í upphaflega póstinum og voru þá búnir að standa inní skáp í góðann tíma.. 3-4 mánuði..

Báðir tveir brögðuðust bara mjög vel.
Beats brown var mjög góður, virkilega mikið áfengismagn finnanlegt og þónokkur beiskja enda allur sykur búinn. örlítið þurr en samt vel drykkjanlegur. bragðaðist súper blandaður útí bláann kristal!

seinni var ómerktur þar sem merkingarnar fóru í rugl við flutning en hann var mikið beiskari en sá fyrri. við ákváðum að prófa að sæta hann aðeins upp með því að blanda útí smá redbull og hepnaðist þa ágætlega. en var þó svona meira "þamba til að fá áfengið í sig" dæmi...

Mun skella í nýjann cyder við tækifæri en núna er ég loksins kominn með bjórgræjurnar og er að brugga minn fyrsta bjórskamt. meira um það í bjórdeildinni.

:beer:
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Beatsuka
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Cider gerð.

Postby Beatsuka » 9. Jun 2014 00:33

Smá update á Cider framleiðslu Beatsuka Brew

Næstu Helgi er von á nokkrum góðum gestum í heimsókn og ákváðum við að skella í smá Cider fyrir liði. Við áttum bara 3 Lítra af safa til að vinna með þannig að það varð að duga.

Hér eru uppskriftirnar sem við konan ákváðum í kvöld:

Beats Apples v3
1L Epla Brazzi
120 Gr brewing sykur
dash af sýrópi
ca 50-60 gerkúlur (Premium champagne yeast)

Vanilla Beats Apples
1L Pure Harboe eplasafi úr bónus
140 gr brewing sykur
dash af sýrópi
2 tsk. vanilla dropar
ca 50-60 gerkúlur (Premium champagne yeast)


Og síðan er það kanski pínu djörf tilraun:

Kanil Beats!
1 L Epla Brazzi
120 gr sykur
örlítið af sýróp
1 rúmlega sléttfull teskeið af kanil.
ca 50-60 gerkúlur (Premium champagne yeast)


Það verður fróðlegt að bjóða uppá þetta næstu helgi en með þessari aðferð (með að nota pat mack tappana) þá verða drykkirnir væntanlega í kringum 6-10% ABV þar sem þeir fá bara að gerjast í 5 daga og 1 dag í kælingu. það þýðir að þeir verða sætir sem er alltaf vinsælt hjá konunum en eini gallinn sem ég hef komist að með svona stutta gerjun með þessari aðferð er að þrátt fyrir að bragðið sé gott, næg sæta er í drykknum og fínt áfengismagn, þá er lyktin rosalega þung gerlykt sem gæti verið off fyrir suma.

Er frekar spenntur en samt pínu smeikur fyrir því hvernig Kanil Beats mun koma út en það er bara gaman að prófa sig áfram!

Síðan fattaði ég auðvitað að ég átti inní ískáp 2 Lítra af superberrys cider sem ég bruggaði 31. Janúar síðastliðinn. ákvað ég að opna hann og prófa og var hann eins og blanda af rauðvíni og rósavíni með miklu áfengismagni (spáð um 22%) og þegar ég tók góðann sopa fann maður vel spark af áfenginu. lyktin var virkilega þæginleg og mjúk berjalykt, drykkurin svakalega tær og nóg gos. þannig að það er alveg málið að skella í nokkra lítra á næstuni og geyma í nokkra mánuði :)

Mun koma með uppfærslu síðar um hvernig þetta kom allt saman út!

:skal:
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Beatsuka
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55


Return to Cidergerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron