Homebrewing caps

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.

Homebrewing caps

Postby Sindri » 15. Dec 2013 08:44

http://homebrewingcaps.com/home-brew-order/" onclick="window.open(this.href);return false;

Hafiði einhverja reynslu af þessum töppum ? Ég setti í eplasíder í vikunni, 2l brazzi og 250gr af dextrose.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Homebrewing caps

Postby Beatsuka » 26. Jan 2014 16:50

Ein tilraun hefur verið gerð með þessa tappa hjá mér. og hef ég pantað mér 10 auka tappa ásamt dollu af geri frá Pat Mack.

Virkilega sniðug leið til að búa til Cider á mjög einfaldann hátt og á stuttum tíma!

Hér er mín leið/uppskrift sem ég notaði í fyrstu tilraun og útkoman:

Uppskriftin:
2Lítrar af Epla Brazza
250Gr. sykur (danish sugger)
60-70 þurrgerskúlur (Pat Mack's premium yeast)
Pat Mack's Homebrewing cap (sérstakur tappi)

Aðferð:
Hellir Epla safanum í 2L plastflösku - passa að skilja eftir ágætt pláss eftir tómt í flöskuni, þannig að það sé ca. 5 cm eftir að sykurinn hefur blandast við
blandar sykrinum við - hrista vel þar til sykurinn hefur blandast allur við safann.
setur u.þ.b. 60-70 þurrgerskúlur ofaní.
setur Pat Mack's tappann á flöskuna og þéttir vel (muna að hreinsa tappa fyrir og eftir notkun)
hrista vel
setja á hlýjann stað (inní skáp) þar sem sólin nær ekki til í nokkra daga (sjá töflu)
kæla í ískáp í 2-3 sólahringa +
opna rosalega rólega þar sem að þrýstingurinn og gosið í flöskuni er það mikið að hún opnast eins og vel hristur bjór eða kampavín nema farið sé varlega. (tók mér góðar 2 mín. í að opna flöskuna)

Brew caps alcohol strengths.png
áættlað áfengismagn eftir dögum í gerjun skv. framleiðanda tappana
Brew caps alcohol strengths.png (81.13 KiB) Viewed 4432 times


Ég beið í 5 sólahringa frá því ég blandaði þar til ég setti í kæli sem ætti að þýða u.þ.b. 5-6% ABV skv. framleiðanda (maður tekur ekki átöppunardag með í talningu skilst mér)
Eftir það lét ég flöskuna standa í ísskápnum í 3 sólahringa þar til hún var opnuð

Útkoma:
Ég notaðist við algjört hámark (jafnvel of mikið) af sykri í þessa fyrstu tilraun.
Gerjunartíminn var þar á móti í algjöru lámarki að mínu mati.
útkoman var aftur á móti ótrúlega góð. Bragðið var mjög gott þrátt fyrir að vera í sætari kantinum, ég var með 3 tilraunardýr þetta kvöld og var það einróma niðurstaða okkar fjögura að bragðið væri gífurlega gott en hefði mátt vera minna sætt. auðvitað minkar sætan eftir því sem gerjun er lengi
Eina sem virkilega var hægt að setja útá var lyktin en hún var frekar þung og ekki nein epla lykt. þarf að skoða það eitthvað nánar.

Við kláruðum allavega 2L flöskuna auðveldlega þetta kvöld.
Allavega smakkaði ég þetta ásamt epla cider verslaðan beint úr átvr. og munurinn var gífurlegur. heimatilbúni var að mínu mati langt um betri á bragðið og voru tilraunadýrin mín sammála því.

Framhaldið:
Næsta tilraun verður gerð með Superberries safa frá "The Berry company"
Ég er eins og er bara með einn svona tappa og takmarkað magn af geri en ég er að bíða eftir pöntun að utan þar sem ég fæ 20Gr. af þurrgeri (á að duga í 300 Lítra) ásamt 10 auka töppum þannig að þegar það berst mun ég fara beint í það að prufa þetta nánar.
Planið er að blanda í stórann pott blöndu með nánast sömu uppskrift og hér að ofan nema í stað 250gr sykur pr 2L. mun ég nota 150gr. á hverja 2 Lítra.
ég mun svo tappa þessu á 6*0,5L eða 6*1L flöskur sem gefur mér ca. 3L og mun ég taka stikkprufur og hætta að gerja á mismunandi dögum, og smakka muninn. þegar ég hef fundið á hvaða degi mér þykir bragðið best þá mun ég fara í tilraunir með hina ýmsu safa og útfærslur.
5 af 6 af þessum flöskum verða notaðar í þessa tilraun (tekið frá degi 5 til dags 10) -
flaska nr 6 verður með extra sykri og blandað útí fleiri hráefnum eins og t.d. Tabasco sósu og fl. til að búa til sérstakt epla snaffs skv. uppskrift sem ég fann á netinu.

Ef áhugi er fyrir því skal ég glaður henda hingað inn hvað kemur útúr þessum tilraunum hjá mér.

:skal:
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Beatsuka
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55


Return to Cidergerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron