Ávaxtahátíðarvín

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.

Ávaxtahátíðarvín

Postby gr33n » 10. Oct 2012 21:44

Jæja... mig vantaði eitthvað að gera í kvöld annað en að hanga á netinu og slæpast, þannig að ég ákvað að fara í algjöra tilraunarstarfsemi. Þar sem ég var að klára stóran Próteindunk ákvað ég að búa mér til gerjunartunnu úr honum.... frekar hentugt fyrir litlar tilraunastarfsemir.

Ég ákvað s.s. að búa mér til nokkursskonar Cider með smá twist

Ég ákvað að sjóða í 750 ml af vatni
3 stk græn/gul epli
1 stk peru
50 gr rúsínur
150gr hvítur sykur
100gr púðursykur
1 tsk kanill

Þetta var soðið í dágóða stund og hrært vel í og ávextirnir hálfmaukaðir.

Suðan var svo loks síuð þannig að mesta ávaxtajukkið færi frá þannig að eftir stóðu 750ml af soðvökva.

Við þetta var svo bætt 4l af eplabrazza og á helluna aftur og náð upp suðu. Soðið í smá tíma til að drepa mest af því sem drepa gat.

Loks kældi ég þetta niður bætti við teskeið af matarsóda (var bent á þetta til að minnka sýruna).

Þar sem þetta var algjör tilraunarstarfsemi þá ákvað ég að nota þvegið Nottingham bjórger í þetta. :lol:

OG út úr þessu var 1.060 og liturinn svona rauðbrúnleitur... ekkert sérstaklega lystugur :mrgreen: Hann fékk því nafnið Ljótur

Sjáum svo til eftir nokkrar vikur hvort þetta verði drykkjarhæft eða ekki ;)
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
gr33n
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Return to Cidergerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron