Fyrsta tilraun í cider

Spjall um cidergerð og allt henni tengt.

Fyrsta tilraun í cider

Postby Steinarr » 29. Jun 2012 00:27

Við félagarnir ákváðum það að gera heiðarlega tilraun til þess að búa til eplacider...
eftir smá uppflettingar á netinu var ákveðið að nota jonagold epli, græn epli og perur. Við stefndum á að gera 5L bara svona til að prófa...
Eftir nokkrar tilraunir í gær með því að pressa epli og mæla magn þá fékk ég það út að við þyrftum ca 100 epli fyrir 5L.
Við fórum í krónuna og keyptum 80 jonagold epli, 20 græn epli og 20 perur (10stk á 390kr)... svo voru herlegheitin pressuð í safapressu (einhver græja úr elko ekkert fancy) og útúr herlegheitunum komu 13L þannig að mælingarnar í gær á því hversu mikið magn epla við þurftum voru alveg way off... en það er bara gaman :)

Þegar þessu hafði verið blandað saman þá var OG 1.032 en við vildum bæta aðeins í þannig að við skelltum dassi af hrásykri og býflugnahunangi út í þannig að OG varð 1.045.. svo notuðum við kampavínsger út í þetta...
(man ekki hvað það heitir en skal tékka á því ef menn eru forvitnir)
Ef ég hef lesið mig rétt til þá er planið að láta þetta gerjast á primary í 2 vikur (eins og ég hef verið að gera með ölið) og skella þessu á flöskur og geyma í amk 6mánuði...

Safinn var mjög góður svona nýpressaður þannig að þá er bara að sjá hvort að smá gerjun geri þetta ekki enn betra...
:skal:
kv.Steinar
------------------------
í gerjun: Epla cider
Á flöskum : BeeCave, Brúðkaupsöl, Munich bomb, Hvítur sloppur
Steinarr
Villigerill
 
Posts: 23
Joined: 10. Aug 2011 23:24

Re: Fyrsta tilraun í cider

Postby bergrisi » 29. Jun 2012 02:11

Skemmtileg tilraun og leyfðu okkur endilega að fylgjast með.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsta tilraun í cider

Postby hrafnkell » 29. Jun 2012 09:44

Ég gerði einmitt cider/eplavín um daginn, úr kirkland eplasafa úr kosti (er í gallon brúsum). Ég tók 3 brúsa og 600gr af sykri og fékk úr 1.060 safa. Setti lallemand montrachet ger í og nú bíð ég bara, komnar 2 vikur síðan ég henti þessu á carboy. Talað um í uppskriftinni að gefa því amk 4 vikur áður en maður setur á flöskur/keg.

Hér er uppskriftin sem ég fór eftir:
http://www.homebrewtalk.com/f25/man-i-l ... ein-14860/


Ég myndi ekki þora að setja þetta á flöskur eftir 2 vikur, ef þetta er eins og hjá mér þá er hellings gerjun ennþá í gangi og hætt við flöskusprengjum hjá ykkur. Var annars einhver sérstök ástæða fyrir því að þið notuðuð heil epli frekar en bara eplasafa?
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Fyrsta tilraun í cider

Postby Steinarr » 29. Jun 2012 12:03

það var nú engin sérstök ástæða fyrir eplunum nema hvað það að við vildum hafa þetta bara úr 100% safa ekki einhverjuþykknidóti... en já þá er spurning um að hafa þetta 4 vikur á 5L carboy...
Steinarr
Villigerill
 
Posts: 23
Joined: 10. Aug 2011 23:24

Re: Fyrsta tilraun í cider

Postby hrafnkell » 29. Jun 2012 12:09

Steinarr wrote:það var nú engin sérstök ástæða fyrir eplunum nema hvað það að við vildum hafa þetta bara úr 100% safa ekki einhverjuþykknidóti... en já þá er spurning um að hafa þetta 4 vikur á 5L carboy...


Safinn sem ég notaði var ekki úr þykkni, svipaðar pælingar hjá okkur :)
Image

Hann er samt frekar dýr, líklega um 2-300kr per lítra.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik


Return to Cidergerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron