Humlar í og gerið farið af stað..

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Humlar í og gerið farið af stað..

Postby frikki05 » 29. Apr 2016 00:54

Góðann daginn, ég er semsagt nýbyrjandi og hef alltaf verið með humlana í pokum en var ekki með poka í síðustu lögn, svo ég setti þá beint útí. Nema hvað að ég hellti svo yfir í gerjunarfötuna og gerið er farið af stað, og humlarnir með. Hvað geri ég nú ? :?
frikki05
Villigerill
 
Posts: 5
Joined: 28. Apr 2016 11:49

Re: Humlar í og gerið farið af stað..

Postby hrafnkell » 29. Apr 2016 07:20

Bara bíða eftir að gerjun klárast. Humlarnir sökkva á botninn og þú fleytir ofan af þeim fyrir átöppun.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Humlar í og gerið farið af stað..

Postby frikki05 » 29. Apr 2016 13:34

Ok. Hefur þetta ekki rosaleg áhrif á bragðið? sérstaklega þar sem þetta kólnaði yfir nótt, myndi maður ekki sigta þá úr þegar maður færir í gerjunarfötuna venjulega?
frikki05
Villigerill
 
Posts: 5
Joined: 28. Apr 2016 11:49

Re: Humlar í og gerið farið af stað..

Postby Herra Kristinn » 29. Apr 2016 14:24

Sjálfur hef ég aldrei svosem pælt í því hvort þetta hafi mikil áhrif á bragð, ég hef aldrei síað humla frá og ég bara skutla þessu öllu saman út í gerjunarfötuna. Fleyti svo bara ofan af þegar ég set á secondary og passa að taka ekki of mikið trub með.

Þetta verður pottþétt eitthvað gott hjá þér, passaðu bara ef að þú ert að fleyta beint í átöppunarfötu að taka sem minnst með á milli og leyfa bjórnum að standa smá áður en þú setur í flöskurnar til að minnka humlagruggið. Ég er með kút heima sem ég er að hugsa um að farga vegna þess að ég nennti ekki að bíða og fæ ekkert nema humlasúpu þegar ég skenki mér í glas, þ.e. ef að rörið er ekki stíflað.
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Humlar í og gerið farið af stað..

Postby æpíei » 29. Apr 2016 15:10

Herra Kristinn wrote: Ég er með kút heima sem ég er að hugsa um að farga vegna þess að ég nennti ekki að bíða og fæ ekkert nema humlasúpu þegar ég skenki mér í glas, þ.e. ef að rörið er ekki stíflað.


Er það ekki heldur drastískt? Það á að vera hægt að taka tengið og rörið af og hreinsa nokkuð auðveldlega.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Humlar í og gerið farið af stað..

Postby Herra Kristinn » 29. Apr 2016 15:33

Ekkert mál að losa stífluna svosem, bara setja gasið á rörið og blása í öfuga átt.

Leiðinlegt bara að bjórinn skuli vera svona gruggugur en ég gæti líklega fleytt honum á annan kút, það eru nú samt bara um 5-7L eftir....
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Humlar í og gerið farið af stað..

Postby frikki05 » 29. Apr 2016 15:37

Herra Kristinn wrote:Sjálfur hef ég aldrei svosem pælt í því hvort þetta hafi mikil áhrif á bragð, ég hef aldrei síað humla frá og ég bara skutla þessu öllu saman út í gerjunarfötuna. Fleyti svo bara ofan af þegar ég set á secondary og passa að taka ekki of mikið trub með.

Þetta verður pottþétt eitthvað gott hjá þér, passaðu bara ef að þú ert að fleyta beint í átöppunarfötu að taka sem minnst með á milli og leyfa bjórnum að standa smá áður en þú setur í flöskurnar til að minnka humlagruggið. Ég er með kút heima sem ég er að hugsa um að farga vegna þess að ég nennti ekki að bíða og fæ ekkert nema humlasúpu þegar ég skenki mér í glas, þ.e. ef að rörið er ekki stíflað.það væri kannski best að hafa slönguna yfir sigti þegar ég fleyti yfir, eða hvað - myndast of mikið loft í bjórnum þá ?
frikki05
Villigerill
 
Posts: 5
Joined: 28. Apr 2016 11:49

Re: Humlar í og gerið farið af stað..

Postby frikki05 » 29. Apr 2016 15:51

Annað sem ég var að pæla, Eftir meskingu- Er í lagi að kreista pokan bara eins mikið og maður nær úr honum ?
frikki05
Villigerill
 
Posts: 5
Joined: 28. Apr 2016 11:49

Re: Humlar í og gerið farið af stað..

Postby MargretAsgerdur » 2. May 2016 00:57

frikki05 wrote:Annað sem ég var að pæla, Eftir meskingu- Er í lagi að kreista pokan bara eins mikið og maður nær úr honum ?


Hef nánast undantekingarlaust gert það og sé ekkert að því :)
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Humlar í og gerið farið af stað..

Postby frikki05 » 2. May 2016 14:30

ok, flott takk fyrir svörin
frikki05
Villigerill
 
Posts: 5
Joined: 28. Apr 2016 11:49


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests