Það má allavega stefna að því að það sé hægt að nálgast sem mest af virkninni á forsíðunni, með það fyrir augum að
hægt sé að nota hana í daglegt basl.
Pointið er alls ekki að ég hafi ekki áhuga á að hafa síðuna nothæfa fyrir alla - bara að við þurfum að gera þetta helvíti vel ef okkur á að takast að lokka gamla hunda yfir.
gosi wrote:Svo er líka til FlaskBB fyrir þá sem fíla Flask meira en Django
Jájá, nóg af möguleikum (og FlaskBB lítur nú bara krúttlega út).
Eina spurningin er hvort það sé mögulegt að færa gögnin á milli kerfanna svo vel sé.
gosi wrote:Á facebook eru menn að tala um #alltaðgerjast hastagið. Væri ekki hægt að birta kannski myndir frá instagram eða facebook, kannski 10 nýjustu eða eitthvað.
Næs hugmynd!
Það er hægt að birta svona feed, í það minnsta af Instagram og Twitter. Facebook er lokaðra, virðist ekki vera hægt að embedda feed þaðan (skv. örstuttu gúgli).
Síðan er bara spurning hvar á síðunni feedin ættu að vera, pláss á forsíðunni er af frekar skornum skammti. En það er klárlega hægt að vinna með þessa hugmynd.
æpíei wrote:nýjir póstar á spjallþræði, sem þú hefur ekki séð áður.
Eyvindur wrote:Ef ég sæi óséða pósta á forsíðu myndi ég frekar fara þangað en beint inn á spjallborðið, og þá myndi ég sjá allt hitt.
Ég verð að stoppa og benda á eitt leiðinlegt. Þegar ég segi að það sé hægt að búa til yfirlit yfir "nýja pósta" (eða "nýja þræði"), þá meina ég þá þræði sem eru nýir á spjallborðinu sem heild,
ekki óséða pósta per notanda.
Málið er að spjalllborðið, líkt og önnur svona tilbúin kerfi, er gætt ákveðnu sjálfstæði. Það að tengja notendakerfið á annarri vefsíðu við login-kerfið á spjallborðinu er stærra mál heldur en það kann að hljóma (sem sagt, ég sé ekki í hendi mér snuðrulausa leið til að láta vefsíðuna vita hver þú ert). Svo að minnsta kosti til að byrja með myndi ég stefna á hitt.
Ef einhver forritari hérna kann trix til að deila session-um eða á annan hátt samkeyra login-kerfin, endilega látið í ykkur heyra. Mín besta hugmynd enn sem komið er að bera saman email-addressur í gagnagrunnunum. =/
Eyvindur wrote:Ég hef svo reyndar lengi talað fyrir því að það ætti að koma upp hliðardálki á spjallið, þar sem hægt væri að auglýsa viðburði, birta fréttir, nýjustu fræðigreinar, o.s.frv., fyrir þá sem munu áfram fara beint inn á spjallborðið.
Hljómar sniðugt og gerlegt - en eins og ég nefndi, þá veit ég persónulega ekki hvernig maður fer að því að hræra í lúkkinu á spjallborðinu. En ef einhver þorir að fikta, þá styð ég það fullkomlega.