Lækkun á CO2 þrýstingi - er leki ?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Lækkun á CO2 þrýstingi - er leki ?

Postby Chewie » 7. Dec 2015 19:18

Sæl(ir)

Ég keypti mér 4kg CO2 kút (fullur) og manifold (fjöltengi...) sem ég tengdi við Beer þrýstijafnara og tvo 20L bjórkúta sem ég kom fyrir í ísskáp (kegerator, CO2 er í ísskápnum líka)

Þegar ég tengdi gaskútinn þá sýndi þrýstijafnarinn að hann væri fullur eða ca 40bar en eftir einungis nokkra daga þá hefur hann fallið niður í ca 30 bar eða niður 10bör (1/4 af scalans). Það var leki í byrjun á manifoldinu en ég lagaði það fjótlega með að herða allar hosuklemmur með borvélinni. Til að athuga leka eftir herðingu penslaði ég sápuvatni á allar tengingar þar sem engar sjáanlegar loftbólur mynduðust og engin lekahjóð heyrðust.

Mín spurning er er þetta eðlileg lækkun eða er eitthvað að leka hjá mér? Hvernig er þetta hjá ykkur ?

Með fyrirfram þakkir fyrir hjálpina
Árni
User avatar
Chewie
Villigerill
 
Posts: 26
Joined: 26. Sep 2009 19:08

Re: Lækkun á CO2 þrýstingi - er leki ?

Postby rdavidsson » 7. Dec 2015 20:14

Ef þú settir kolsýrukútinn inn í ísskáp þá er eðlilegt að þrýstingurinn lækki töluvert þar sem rýmdin í gasinu lækkar margfalt frá stofuhita niður í 2-4°C.
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
 
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Lækkun á CO2 þrýstingi - er leki ?

Postby hrafnkell » 7. Dec 2015 21:26

rdavidsson wrote:Ef þú settir kolsýrukútinn inn í ísskáp þá er eðlilegt að þrýstingurinn lækki töluvert þar sem rýmdin í gasinu lækkar margfalt frá stofuhita niður í 2-4°C.

Sennilega þetta. Þrýstingurinn í kútnum segir ekkert til um hvað er mikið á honum. Fljótandi kolsýra er með constant þrýsting, sem stýrist af hitastigi.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests