Vesen á hraðsuðukatla elementum

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Vesen á hraðsuðukatla elementum

Postby andrig » 20. Aug 2015 18:15

Góðan daginn
Ég er að með low budget brugggræjur, plast tunnu og hraðsuðukatlaelement.
í síðustu bruggun var annað elenmentið með leiðindi og var alltaf að slökkva á sér og hélt sér bara inni í nokkrar sekúndur en hitt var í stuði og hélt bæði hita og suðu.
Ég skipti um leiðindar elementið, en núna er ég að brugga og þá láta bæði elementin svona, ég er að klára mashið með því að hita vatn í potti og bæta útí.
En það fer að líða að suðu og ég á ekki nægilega stóran pott til að sjóða í.
Veit einhver hvað veldur því að elementin haga sér svona? Er einhverskonar safety á þeim, ég er búinn að taka spöngina úr sem slær út við suðu

Mbk Andri
andrig
Villigerill
 
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Vesen á hraðsuðukatla elementum

Postby Herra Kristinn » 20. Aug 2015 19:05

Annað elementið mitt lætur svona einstaka sinnum, finnst það böggandi en það truflar ekki ferlið þar sem að hitt hangir inni og suðan helst ljómandi vel á bara öðru í gangi í einu.

Ég hélt þetta væri reyndar tengt því að það datt í sundur hjá mér í vor og ég hefði bara tjaslað því svona illa saman en það gæti verið að þetta sé eitthvað meira.
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Vesen á hraðsuðukatla elementum

Postby andrig » 20. Aug 2015 20:26

Þetta bjargaðist nú þokkalega.
Bæði elementin voru til í að leika þegar að suðu kom, og voru bæði í gangi þangað til að 35 mín voru eftir að suðu þá dó annað og síðan dó hitt þegar að 10 mín voru eftir að suðu, þá ákvað ég bara að kalla þetta gott.
En við suðuna dóu þau bara alveg og voru ekkert að detta inn og út
Frekar pirrandi að geta ekki treyst á þetta
andrig
Villigerill
 
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Vesen á hraðsuðukatla elementum

Postby æpíei » 20. Aug 2015 20:31

Ég held að þessi element séu með sjálfslökkvibúnaði þegar þau ná suðu sem þarf að taka úr sambandi. Kann að vera það hafi aftur hrokkið inn hjá ykkur.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Vesen á hraðsuðukatla elementum

Postby andrig » 20. Aug 2015 20:55

æpíei wrote:Ég held að þessi element séu með sjálfslökkvibúnaði þegar þau ná suðu sem þarf að taka úr sambandi. Kann að vera það hafi aftur hrokkið inn hjá ykkur.

Það var svona spenna sem verpist við suðu og ýtir on/off takkanum út, ég er búinn að fjarlægja þær..
Get ekki séð frekari búnað en það.
andrig
Villigerill
 
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Vesen á hraðsuðukatla elementum

Postby Sigurjón » 21. Aug 2015 00:18

Ég kannast við þetta, en hjá mér er þetta eitthvað sambandsleysi í snúrunni þar sem hún tengist við elements plöggið. Ef ég set eitthvað til að halda smá spennu á contactinu, þá haldast elementing bæði í gangi.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Vesen á hraðsuðukatla elementum

Postby andrig » 24. Aug 2015 18:14

Sigurjón wrote:Ég kannast við þetta, en hjá mér er þetta eitthvað sambandsleysi í snúrunni þar sem hún tengist við elements plöggið. Ef ég set eitthvað til að halda smá spennu á contactinu, þá haldast elementing bæði í gangi.

Sambandsleysi er ekki vandamálið hjá mér.

En ég tók elementin úr tunnuni hjá mér og opnaði tengi boxið, ákvað að taka koparplötuna aftan af elementinu, litlu hringlaga spennuna og litla pinnan sem er á svarta stykkinu.
Ef ég skildi rétt hitar koparplatan litlu hringlaga spennuna og ýtir pinnanum á gorm sem aftengir rafmagnið við elementið.
Er að prófa þetta núna, virðist virka fínt.
andrig
Villigerill
 
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron