Uppskriftasarpur

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Uppskriftasarpur

Postby Herra Kristinn » 9. Jul 2015 16:09

Ég er búinn að reka mig talsvert á það upp á síðkastið þegar ég er að leita að góðum uppskriftum að fyrir utan beersmith og þessa staði þá er að finna helling af uppskriftum hér á þessu spjallborði. Svo sá ég umræðu í gær/dag um jóladagatalið og hugmyndir um að deila uppskriftunum jafnvel með google docs/excel og svona fínerí.

Mér finnst fátt leiðinlegra en að pikka uppkriftir inn í beersmith, reyna að aðlaga hráefni eftir því sem færst hjá brew.is og eins og mér finnst það leiðinlegt þá finnst mér rosalega gaman að skoða uppskriftir, umræður um uppskriftir og bjóra og þess háttar.

Þar sem að ég er tölvunörd og hef svo til frjálsan aðgang að netþjónum þá henti ég upp í flýti í gærkvöldi wordpress síðu með plugin sem að breytir BeerXML skrám í læsilegt form fyrir bruggara og í þokkabót þá er hægt að hala niður uppskriftinni og opna með beersmith.

http://brew.virtual-guy.com/

Eins og er þá ætla ég þetta bara fyrir mig og þá sem langar að sækja uppskriftir sem ég er að nota og vinna upp úr sem allar eru þegar á netinu. Væri ekki alveg kjörið að fá svona síðu undir fágunar nafninu þar sem uppskriftum er safnað saman og haldið til haga, gefin comment og þess háttar, auðvelt að flokka og leita og t.d. með jóladagatalið þá er einfaldlega hægt að gera sér flokk/tag fyrir það?

Ég er eiginlega alveg viss um að það séu fleiri tölvunördar hérna sem gætu haft áhuga á að taka þetta verkefni áfram.
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Uppskriftasarpur

Postby rdavidsson » 9. Jul 2015 21:03

Þetta er rosalega flott hjá þér ! Það væri örugglega hægt að gera þetta mjög gegnsætt og auðveldara að finna uppskriftir en á Fágun. Ég er enginn forritari en ég get hjálpað við að setja inn góðar uppskriftir :)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
 
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron