Jóladagatal 2015

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Re: Jóladagatal 2015

Postby Sigurjón » 15. Sep 2015 17:31

Jæja gott fólk.
Það eru ekki nema rétt rúmir 2 mánuðir í þetta.
Eins spennandi og þetta er, hvernig ætlum við að útfæra þetta?
Við erum að tala um að 31 bruggari koma með 30 bjóra hver. Ég geri ekki ráð fyrir að allir komist á sama tíma svo það þarf að safna þessu saman einhvers staðar. En þetta eru hvorki meira né minna en 930 flöskur, eða 155 kippur. Þetta tekur pláss og það tekur sennilega einhvern tíma að safna þessu saman.

Er ekki best að ákveða eitthvert "deadline" í sambandi við skil og hvenær hægt er að ná í herlegheitin?
Einnig þurfum við að fá sjálfboðaliða sem hefur pláss til að taka á móti öllum þessum bjór.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Jóladagatal 2015

Postby hrafnkell » 15. Sep 2015 22:42

Ég get tekið við bjórnum í versluninni hjá mér. Sé fyrir mér að það þyrfti að vera deadline á skil, t.d. 25. nóvember og svo geta allir sótt eftir það. Held að það sé hálf futile að halda að allir geti mætt einhversstaðar á sama tíma...

Svo með merkingar, þá þarf að passa að allir merki sinn bjór greinilega með sínu númeri.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Jóladagatal 2015

Postby Sindri » 16. Sep 2015 09:47

25 nóv hljómar ágætlega hjá mér
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Jóladagatal 2015

Postby Sigurjón » 16. Sep 2015 10:20

Glæsilegt!
Skilafrestur til 25. nóvember í búðina hjá Brew.is að Askarlind 3. Svo er hægt að sækja eftir það á opnunartíma.
Er fólk ekki bara sátt við þetta plan?
Og kærar þakkir til Hrafnkels fyrir að bjóða fram pláss!! :D
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Jóladagatal 2015

Postby hrafnkell » 16. Sep 2015 10:55

Kannski smá skilyrði sem ég set á þetta: Flöskurnar þurfa að vera vel frágengnar, í 1-2 kössum sem er hægt að stafla. Annars kemst sennilega lítið annað fyrir í búðinni hjá mér :)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Jóladagatal 2015

Postby æpíei » 16. Sep 2015 11:16

Ef ég ætti að skipta mér smá af, þá myndi ég leggja til nokkur atriði sem einfalda skipulagninguna við móttöku, skiptingu og skil:

- Merkja tappann með númeri dags. Önnur merking á flöskum er frjáls. Hægt er að styðjast við planið í þessum þræði til að sjá hvaða bjór er hvern dag ef ekkert kemur fram um það á flöskunni, en betra væri náttúrulega að hafa flottan miða ;)
- Merkja kassa að utan með númeri. Nota 24 flösku kassa utan af bjór sem fæst hjá ÁTVR.
- Við skil er kössum raðað nokkurn veginn í númeraröð. Eða grúppa kössum með svipuð númer saman, t.d. 1-8, 9-16, 17-24, 25-31 hver í sína stæðu.
- Þegar skilafrestur er liðinn þurfa sjálfboðaliðar að útbúa kassa þar sem flöskum er raðað í hvern kassa í númeraröð 1-31. Það má ekki afhenda neinar flöskur út fyrr en því er lokið.
- Þátttakendur fá svo flöskur aftur í sínum kössum með sínu númeri. Þannig er tryggt að allir fái rétt til baka.
- Ef það vantar einhver númer þá verða þátttakendur sjálfir að sjá um að fylla í þau er heim kemur. Það verður ekki leyfilegt að skila eftir kl. 18:00 þann 25. nóvember.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jóladagatal 2015

Postby einaroskarsson » 21. Sep 2015 09:28

Great Lakes Christmas Ale clone var bruggaður í gær, kryddaður með kanil og engifer, plús hunang við flame out. Farinn að hlakka til jólanna ;)
2015-09-20 14.42.55.jpg
2015-09-20 14.42.55.jpg (123.79 KiB) Viewed 41421 times
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Jóladagatal 2015

Postby Dabby » 26. Sep 2015 12:20

Mér líst vel á þessar skilatillögur, skírar og skilmerkilega settar fram hjá formanninnum. Það er eitt sem ég till leggja til til viðbótar. Þeir sem komast þann 25. mæti t.d. kl 18 og þá verði fari skipulega í að raða bjórunum upp og raða saman í dagatöl. Það myndi minnka geymsluþörfina mikið ef 5-10 mannns mæta ekki með sinn bjór fyrr en 25. og færu með sitt heim sama dag...

En þá þarf húsráðandi (Hrafnkell) að ákveða hvaða tímasetning henntar honum til að raða bjórnum saman í dagatöl. Ég persónulega myndi reyna að mæta á þetta, ég held að það verði gott partý.
Dabby
Kraftagerill
 
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Jóladagatal 2015

Postby æpíei » 26. Sep 2015 13:04

Góð tillaga, segir sig eiginlega sjálft :)

Ef það koma 5-10 þá ættu skiptin ekki að taka langan tíma. Og akkúrat, kannski koma með auka flösku og hafa smá partý.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jóladagatal 2015

Postby gm- » 2. Oct 2015 13:29

Líst vel á þetta plan. Vona bara að ég nái að rigga upp bruggbúnaðnum mínum fyrir lok mánaðarins svo bjórinn verði tilbúinn fyrir lok nóv.
gm-
Gáfnagerill
 
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Jóladagatal 2015

Postby ALExanderH » 3. Oct 2015 01:47

Var að klára að pitcha jólabjórinn sem verður Cocoa Cayenne Porter. Verð að viðurkenna að þetta er pjúra tilraunamennska og ekki hugmynd hvort súkkulaðið né cayenne piparinn komi fram í bragði eða nefi, en snýst heimabrugg ekki dálítið um það... tilraunamennsku
Ætlaði að vera löngu búinn að leggja í þennann en vegna framkvæmda á pottinum mínum dróst það lengi, vona að hann verði nægilega þroskaður þegar hann skal drukkinn, skál!
ALExanderH
Kraftagerill
 
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Jóladagatal 2015

Postby Sindri » 4. Oct 2015 19:17

Minn fór á flöskur í gær, Belgískur Triple, 8,8%
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Jóladagatal 2015

Postby Eyvindur » 5. Oct 2015 19:33

Stefni á brugg um næstu helgi. Planið er að gera kryddaðan nordic saison. Ekkert víst að það klikki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jóladagatal 2015

Postby æpíei » 6. Oct 2015 17:08

Á fundinum í gær kom upp ný hugmynd varðandi þetta. Þannig er að Fágun heldur venjulega Gorhátíð á haustin. Hugmyndin er að fella hana saman við skilin á flöskunum. Framkvæmdin yrði þá þannig að skiptin færu fram á Gorhátíð, td miðvikudagskvöldið 25 milli 19:30-22:00 eða laugardaginn 28, annað hvort síðdegis eða um kvöldið. Staðsetning yrði Friðarhúsið á Snorrabraut. Úr þessu yrði gerður meiri viðburður með þátttöku allra flöskuskiptara og annarra gesta. Gestir kæmu þá með smá skakk sjálfir, deila, skipttast á, spá og spjalla.

Þeir sem ekki komast myndu þá skila inn flöskum til brew eins og áður og sækja þangað aftur.

Fágun myndi annast þennan viðburð. gm- sem átti hugmyndina og kom þessu af stað hefur gefið sitt leyfi fyrir því. Eins og hann segir sjálfur:

Þetta er bara frábær hugmynd, og það væri snilld ef að fágun myndi hafa svona yfirumsjón með hlutunum. Það var einmitt dáldið húllumhæ á seinustu skiptum í Kanada, sem var bara gaman. Menn hittust og skiptust á bjórnum fyrr um daginn, komu jólabjórnum í öruggt skjól, og hittust síðan aftur með annan bjór til smakks og slíkt


Hvað segja þátttakendur um þetta?
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jóladagatal 2015

Postby bjorninn » 7. Oct 2015 09:41

Hljómar vel!
bjorninn
Villigerill
 
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Re: Jóladagatal 2015

Postby einaroskarsson » 8. Oct 2015 08:34

æpíei wrote:Á fundinum í gær kom upp ný hugmynd varðandi þetta. Þannig er að Fágun heldur venjulega Gorhátíð á haustin. Hugmyndin er að fella hana saman við skilin á flöskunum. Framkvæmdin yrði þá þannig að skiptin færu fram á Gorhátíð, td miðvikudagskvöldið 25 milli 19:30-22:00 eða laugardaginn 28, annað hvort síðdegis eða um kvöldið. Staðsetning yrði Friðarhúsið á Snorrabraut. Úr þessu yrði gerður meiri viðburður með þátttöku allra flöskuskiptara og annarra gesta. Gestir kæmu þá með smá skakk sjálfir, deila, skipttast á, spá og spjalla.

....

Hvað segja þátttakendur um þetta?


Hljómar vel!
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Jóladagatal 2015

Postby Beatsuka » 17. Oct 2015 01:01

Þetta hljómar vel. geri mér vonandi ferð í bæinn frá Akureyri þann 25 nóv til að kíkja´á þetta og vera með!

Minn var að fara á flöskur (þessi sem ættlaður er 3. des)

Saison DuBle um 8,25% ABV. verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur út úr þessari 40L lögn. :)

Verður væntanlega með orginal flöskumiðunum á því miður þó það sé ekki jafn skemmtilegt, þar sem ég bý á Akureyri og hafði ekki búnað til að setja í 40L lögn. þannig að hann var bruggaður í Reykjavík hjá Sindra og ég get ekki verið að taka hann norður til að miðahreinsa og gera allt klárt. Kaupi væntanlega bara miða á tappana til að merkja dagsetninguna :)

Langar að þakka Sindra kærlega fyrir alla hjálpina með þetta. Mikils metið!

X-beats 2015
Attachments
X-beats.jpg
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Beatsuka
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Jóladagatal 2015

Postby ALExanderH » 28. Oct 2015 22:11

Var að smakka fyrstu flöskuna af Cocoa Cayenne Porternum. 6,7% og nokkuð sáttur með fyrsta porterinn minn. Nokkuð ungur enn eftir 10 daga á flöskum en lyktin góð, skemmtilegt eftirbragð af cayenne piparnum og roasty súkkulaði tónar í bragði. Mun ekkert skammast mín fyrir þetta framlag í þetta.
ALExanderH
Kraftagerill
 
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Jóladagatal 2015

Postby Jökull » 3. Nov 2015 22:48

AAA kominn á flöskur, þá er bara að sjá hvernig rætist úr
I gerjun: PUNK
A flösku: Rouge Amber ale og Zombie Dust
A kút: :(
Næst: Alt, cream, ljósöl, hveitbjór...
User avatar
Jökull
Villigerill
 
Posts: 18
Joined: 11. Jan 2015 19:24

Re: Jóladagatal 2015

Postby gm- » 9. Nov 2015 10:37

Því miður þá var einn að detta útúr þessu, er einhver sem er með 31 flösku af tilbúnum bjór, eða eitthvað spennandi í gerjun sem gæti stokkið inn?
gm-
Gáfnagerill
 
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Jóladagatal 2015

Postby æpíei » 9. Nov 2015 10:51

Það væri óskandi ef einhver kæmi í staðinn. Hins vegar er alltaf möguleiki á að einhver detti út og þá verður bara að skilja eftir autt þann dag og fólk bjargar sér bara sjálft með bjór þann daginn :)

Annars er vert að taka fram aftur hvernig skilin fara fram: Skil og skipti fara fram í Friðarhúsinu á Snorrabraut miðvikudaginn 25. nóvember kl. 20. Húsið verður opið frá ca. 16 ef fólk vill koma bjórnum frá sér fyrr. Allir sem eiga bjór í jóladagatalinu koma þangað með sinn bjór, honum verður skipt upp og hver fer heim með sinn skammt.

Þau sem ekki komast þá geta skilað til brew.is þriðjudaginn 24 og miðvikudaginn 25. nóvember fram til 18:00. Bjór sem skilað er þangað verður komið niður í Friðarhús og svo verður uppskiptum bjór aftur komið upp í brew þar sem hægt er nálgast hann frá fimmtudeginum á opnunartíma.

Ef bjór er ekki skilað á þessum tíma þá getur hann ekki verið með í dagatalinu. Það er einfaldlega vegna þess að ekki er hægt að fara með 31 flösku út til hvers þátttakenda. Þess vegna er mikilvægt að fara eftir þessum skilatíma.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jóladagatal 2015

Postby gm- » 9. Nov 2015 12:01

reynirdavids vill endilega taka þátt, svo ég smellti honum inn á 29. des.
gm-
Gáfnagerill
 
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Jóladagatal 2015

Postby æpíei » 24. Nov 2015 18:15

Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum þá eru skiptin á morgun, miðvikudag!

viewtopic.php?f=25&t=3667
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jóladagatal 2015

Postby Eyvindur » 25. Nov 2015 14:42

Jæja, búinn að skila af mér.

Ég vildi beina þeim tilmælum til þátttakenda að kæla minn bjór (sem á að drekkast 7. des) ekki niður fyrr en samdægurs, helst, fyrst það dróst svona hjá mér að koma honum á flöskur. Hann hefur eflaust gott af hverri klukkustund sem hann fær við stofuhita. Já, og endilega geymið hann á hlýjum stað. ;)

Djéskoti hlakka ég til að smakka alla þessa bjóra!
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jóladagatal 2015

Postby landnamsmadur » 25. Nov 2015 14:51

Eyvindur wrote:Ég vildi beina þeim tilmælum til þátttakenda að kæla minn bjór (sem á að drekkast 7. des) ekki niður fyrr en samdægurs, helst, fyrst það dróst svona hjá mér að koma honum á flöskur.

Já, nákvæmlega sama hjá mér. Minn bjór er 9. des og hann þarf eiginlega líka að fá að vera við stofuhita til 7. des.
landnamsmadur
Villigerill
 
Posts: 20
Joined: 18. Mar 2013 14:13
Location: Reykjavík

PreviousNext

Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron