Jóladagatal 2015

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Re: Jóladagatal 2015

Postby einarornth » 26. Nov 2015 10:00

Ég er með 15. desember. Bjórinn er bruggaður 16. nóvember, fer ekki almennilega í gang fyrr en 19. nóvember (var fyrst með blautger sem var eitthvað slappt) og settur á flöskur í gær, 25. nóvember, milli 18 og 19 ;)

Hann fékk sem sagt engan veginn nægan tíma og verður eflaust ekki mjög fallegur á að líta, en sjáum hvað setur. Hann hefur örugglega mjög gott af því að fá að vera við stofuhita eins lengi og mögulegt er.

Annars þakka ég fyrir mig, meiriháttar framtak og ég hlakka mikið til að smakka bjórinn ykkar!
einarornth
Kraftagerill
 
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Jóladagatal 2015

Postby æpíei » 26. Nov 2015 11:11

Skiptin í gær tókust með eindemum vel. Allir bjórar skiluðu sér og sjálf skiptin á 961 flöskum tóku aðeins 45 mínútur með góðri aðkomu allra viðstaddra. Næsta ár gengur þetta eins og smurð vél.

Listinn í upphaflega póstinum hefur verið uppfærður. Nú er bara að láta sig hlakka til 1. des til að fá að smakka á þeim fyrsta.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jóladagatal 2015

Postby Eyvindur » 26. Nov 2015 16:10

Það hefur gleymst að stjörnumerkja mig á listanum. Afar mikilvægt að leyfa mínum að vera í hita eins lengi og hægt er, svo hann kolsýrist sæmilega. :)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jóladagatal 2015

Postby hrafnkell » 26. Nov 2015 16:45

ÉG ER SVO SPENNTUR!!
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Jóladagatal 2015

Postby Ásgeir » 26. Nov 2015 21:29

Minn er frekar mikið breyttur frá upphaflegum plönum. Það verður hnetusmjörs-rúgöl 17. des.
Ásgeir
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 23. Nov 2012 11:34

Re: Jóladagatal 2015

Postby helgibelgi » 27. Nov 2015 12:03

hrafnkell wrote:ÉG ER SVO SPENNTUR!!


= ég líka

Þarf að bíða þangað til 20. Desember til þess að fá að byrja á þessu. Þarf að taka ca. 3 á dag að meðaltali til að ná öllum fyrir áramót, eða hella í mig kippu á dag í fjóra daga og vera síðan rólegur með einn á dag eftir það. Er mjög spenntur allavega!
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Jóladagatal 2015

Postby ALExanderH » 27. Nov 2015 15:42

Það versta er að bíða til 1. des... hefði viljað að þetta byrjaði í gær!
ALExanderH
Kraftagerill
 
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Jóladagatal 2015

Postby Eyvindur » 28. Nov 2015 23:59

Spennispennispennispenn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jóladagatal 2015

Postby æpíei » 1. Dec 2015 13:09

Nú er 1. des runninn upp og loks getum við fengið að smakka á bjórunum. Eins og þið hafið eflaust séð þá notum við Facebook til að birta mynd af bjór dagsins. Það voru þeir Jói og Runólfur sem riðu á vaðið með glæsilega flösku af IPA sem sett er í skemmtilega umgjörð hannaða af Sigurjóni Hollywood grafíker. Það eru margar glæsilegar flöskur þarna svo það verður gaman að skoða dagatalið sitt á hverjum degi.

Þó eru nokkrar flöskur ekki með miða. Fyrir þær þá munum við nota mynd af staðlaðri flösku. Við viljum hins vegar gefa þeim sem ekki settu miða á sína flösku tækifæri á að skreyta sitt eintak og senda inn mynd til okkar á fagun hjá fagun.is. Vinsamlegast takið myndina við einlitan bakgrunn og við sjáum um rest!
Attachments
1 spjald.jpg
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Previous

Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests