Bjór á plastbrúsa

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Bjór á plastbrúsa

Postby Herra Kristinn » 5. May 2015 10:50

Þetta hljómar rosalega furðulega, en hefur einhver prófað að nota plastbrúsa sem svona nokkurskonar kút fátæka mannsins?

Ég er búinn að vera að horfa svolítið til þessa þar sem að ég er farinn að leika mér í nokkurskonar "super micro" bruggi þar sem að ég er að setja c.a. 9-10L í gerjun og held að það væri nokkuð töff að geta sett þetta á litla brúsa. Gæti jafnvel verið hentugt í minni partý og jafnvel fyrir pabba gamla til að hafa í útileguna ( hann vill ekki glerflöskur ).

Mig langaði bara að heyra hvort einhverjir hefðu prófað svona og jafnvel deilt reynslu og aðferðum. Ég er t.d. að pæla hvort ég ætti að nota eftirgerjun fyrir kolsýru eða hvort að ég geti notað kolsýrukút til að skjóta á þetta.

Hugmyndin kemur héðan:
http://www.jimsbeerkit.co.uk/forum/view ... t=jerrykeg

Hér er svo mynd að super micro brugginu ef menn hafa áhuga ( 15L kælibox, 13L pottur, 3ja potta aðferð með BIAB ívafi ):
Image
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjór á plastbrúsa

Postby Eyvindur » 5. May 2015 11:03

Þetta ætti að vera hægt, en aldrei öðruvísi en með náttúrulegri kolsýru, held ég. Ég held að það yrði alltof mikil hætta á að sprengja þetta í tætlur með kolsýrukút.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjór á plastbrúsa

Postby Herra Kristinn » 5. May 2015 11:21

Sá einhverja brúsa gefna upp fyrir 29PSI

Ég hef svosem ekki enn prófað mig áfram í kútum en samkvæmt lestri á að setja 10-12PSI á kútana og bíða þolinmóður í 1-2 vikur. Force carbonation er allt að 60PSI sem er talsvert meira en er uppgefið fyrir þetta augljóslega en þolinmæði er eitthvað sem maður þarf að temja sér í þessu áhugamáli.

Fyrir óþolinmæðina er ég búinn að græja svona:
Image
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjór á plastbrúsa

Postby Eyvindur » 5. May 2015 12:02

Ef þú ætlar hvort sem er að bíða í 1-2 vikur, af hverju þá ekki bara að nota sykur?

Og annað: Ertu að tala um að nota gosflöskur, ekki plastbrúsa?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjór á plastbrúsa

Postby Herra Kristinn » 5. May 2015 12:46

Plastbrúsa fyrir magn, 5-10L eða svo.

Er að pæla í að sleppa sykri til að minnka botnfall og fá hreinni bjór en það er ekkert möst.

Flaskan er annað dæmi sem ég er að pæla í til að leika mér aðeins með þetta hér: https://youtu.be/5JxZOxIDJQA
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjór á plastbrúsa

Postby andrig » 15. May 2015 19:06

andrig
Villigerill
 
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Bjór á plastbrúsa

Postby Herra Kristinn » 15. May 2015 19:55

Þetta er virkilega töff stöff, líklega aðeins betra en það sem ég kokkaði saman úr því sem var til hér en er búinn að vera að prófa þetta sem ég gerði og hef komist að því að þetta er nokkurnvegin alger snilld en samt með smá hömlum, ég get t.d. ekki sett mikla kolsýru á brúsann sjálfan en með smá mixi má alveg vel geyma bjór með þessum hætti og skjóta á hann þegar þarf.

Allavega, svona lítur brúsinn út:
Image

og svona lítur bjórinn út í glasinu eftir að skjóta á í gosflöskunni:
Image

Ég setti sykur í brúsann til að fá kolsýru en ég hugsa að ég geri það ekki aftur, hann þandist aðeins of mikið út og það var alveg effort að fylgjast með þessu og vera duglegur að losa þrýsting til þetta spryngi ekki, en það var svosem bara góð ástæða til að drekka þetta líka.
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron