No chill?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

No chill?

Postby Eyvindur » 24. Apr 2015 23:53

Er einhver hér að nota no-chill aðferðina? Þ.e.a.s. að setja virtinn í brúsa, lofttæma og láta kólna sjálfan á löngum tíma? Getur einhver deilt reynslu sinni?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: No chill?

Postby Dabby » 27. Apr 2015 07:13

Ég notaði þetta líklega fyrstu 2 árin. Stærsti munurinn að mér fannst er að maður er ekki búinn með bruggdag fyrr en daginn eftir þegar þetta er orðið nógu kalt til að setja gerið útí. Mæli samt með því að nota ekki allt vatnið í meskingu og suðu, heldur eiga eitthvað (10-20%) eftir til að annaðhvort kæla virtinn hratt niður fyrir 70°C eftir suðu eða til að klára að kæla virtinn úr ~30°C niður í gerjunarhita.
Annað sem gæti komið þér á sama stað og að vera með kæli er að setja viðbótarvatnið sem klaka útí virtinn. ég hef ekki gert það sjálfur en það ætti að svínvirka.
Dabby
Kraftagerill
 
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: No chill?

Postby Eyvindur » 27. Apr 2015 09:19

Hugsa að ég prófi til að byrja með að gera þetta eins og menn mæla með - að aðlaga humlana bara að hægari kælingu. Þetta býður óneitanlega upp á möguleika í humlun.

Mér finnst reyndar alls ekki slæm tilhugsun að slíta bruggdaginn í sundur. Losna við að sótthreinsa fötu á meðan ég er að sjóða og það allt og geta bara klárað daginn eftir.

Ég hlakka til að prófa þetta.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: No chill?

Postby æpíei » 30. Jul 2015 11:14

User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: No chill?

Postby Plammi » 13. Aug 2015 08:12

Dabby wrote:heldur eiga eitthvað (10-20%) eftir til að annaðhvort kæla virtinn hratt niður fyrir 70°C eftir suðu

Takk fyrir þetta, svo einfalt en samt svo snjallt.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
 
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests

cron