Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby helgibelgi » 22. Mar 2015 14:39

Þetta er verkefni sem við félagarnir erum búnir að vera að vinna í undanfarnar vikur.

Gerjun.is er staður þar sem nýliðar geta lært til um bruggun. Planið er að fólk sem villist inn á síðuna geti lært allt sem það þarf til að geta bruggað góðan bjór (og mjöð, og vín og alles).

Síðan er tómleg eins og er. Aðeins örfáar uppskriftir og smá kennsluefni komið inn. Hins vegar er fyrsta myndbandið okkar komið inn á síðuna (sjá hér). Planið er að koma með nýtt efni reglulega, þannig að fylgist með! :beer:

Gerjun.is

gerjun.is á facebook

gerjun.is á youtube
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby kiwifugl » 22. Mar 2015 15:16

Endilega komið með ábendingar og athugasemdir hérna. Við erum voða nýjir í þessu og viljum endilega gera síðuna sem besta og aðgengilegasta,
---------------------------
Þórir Bergsson, besservisser

Hey, smelltu hér til að lesa og hlusta á okkur Helga þykjast vita eitthvað!
kiwifugl
Villigerill
 
Posts: 7
Joined: 9. Sep 2014 19:33

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Undirgerjaður » 23. Mar 2015 02:16

Þetta lofar góðu hjá ykkur. Síðan lítur vel út.
Undirgerjaður
Villigerill
 
Posts: 7
Joined: 28. Aug 2014 12:03

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby rdavidsson » 23. Mar 2015 08:42

Lýst vel á þetta. Það hefur allveg vantað heimasíðu með kennslumyndböndum varðandi bruggið. Til hamingju með þetta !
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
 
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby helgibelgi » 25. Mar 2015 17:58

Við vorum að henda inn nýrri grein á síðuna um Pokabrugg (BIAB).

Ýttu hér til að sjá greinina!

Btw, notið þið eitthvað annað íslenskt heiti á BIAB? (eða eitthvað sem hljómar eins og íslenska) Eða segið þið alltaf bara "brew in a bag" á ensku?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Eyvindur » 26. Mar 2015 07:55

Pokabrugg hljómar ágætlega. Eins og pokahlaup. I approve.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Sindri » 26. Mar 2015 09:15

Jájá Pokabrugg hljómar ekkert svo illa.... En plís ekki fara að ÍSLENZKA allt! :D
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Plammi » 26. Mar 2015 11:08

"bruggað í poka" væri bein þýðing, og alls ekki slæm. Bruggettípoka ef menn vilja hafa það í einu orði :)
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
 
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Eyvindur » 26. Mar 2015 11:21

Endilega íslenskið allt. Annað er aumingjaskapur. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Funkalizer » 26. Mar 2015 13:29

BIP ?
Ég bippa allan bjórinn minn skoh!
Funkalizer
Kraftagerill
 
Posts: 89
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby hrafnkell » 26. Mar 2015 14:14

Pokabrugg hef ég notað, en leiðist það einhvernvegin samt. BIP er pínu skemmtilegt :)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby helgibelgi » 26. Mar 2015 20:15

BIP er frábært! :lol:

Ég er að búa til "orðabók" yfir alls konar heiti og orð sem notuð eru í brugginu sem ég ætla að setja á síðuna. Kannski maður skelli inn BIP þar inn? annars er ég einmitt kominn á þá skoðun að það þarf ekki að íslenzka allt og þegar maður reynir það getur það endað mjög kjánalega, en er samt gaman!
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby æpíei » 26. Mar 2015 23:44

Væri það ekki frekar BÍP? ;)
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Funkalizer » 27. Mar 2015 08:43

BÍP var frátekið
Funkalizer
Kraftagerill
 
Posts: 89
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby helgibelgi » 27. Mar 2015 13:10

Funkalizer wrote:BÍP var frátekið


hmm... frátekið í hvað? eitthvað annað bruggtengt? eða hljóðið "bíp" ?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Funkalizer » 27. Mar 2015 14:46

Barnabókahöfundamafían/teiknimyndasöguhöfundamafían er með þetta registerað fyrir hljóðið bíp.

Annað hvort það eða þá að þetta var smartass comment frá mér, þú mátt ráða ;)
Funkalizer
Kraftagerill
 
Posts: 89
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby helgibelgi » 4. Apr 2015 20:12

Vorum að henda inn uppskriftinni minni að dubbel á síðuna.

Ýttu hér til að sjá Dubbel uppskrift

Svo var Þórir að baka brauð um daginn með afgangsbyggi úr meskingu hjá sér.

Ýttu hér til að sjá bygg-brauðuppskrift
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Sindri » 4. Apr 2015 20:30

Var einmitt að henda fyrsta smakki af þessum í ísskápinn áðan
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby helgibelgi » 5. Apr 2015 01:06

Sindri wrote:Var einmitt að henda fyrsta smakki af þessum í ísskápinn áðan


Hvernig smakkaðist?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Sindri » 5. Apr 2015 02:59

Hann kom nokkuð vel út. Fyrir utan að hann hélt ekki haus lengi. bara búinn að vera á flösku í 9 daga. Geymi næsta smakk þangið til að hann er búinn að vera mánuð.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby helgibelgi » 10. Apr 2015 19:25

Vorum að henda inn samantekt um mjöð. Þetta er langmest sama efni og var í mjaðarskjalinu sem ég henti hingað inn ekki fyrir löngu. Ef þú misstir af því skaltu tékka á þessu.

Ýttu hér til að sjá greinina!
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby helgibelgi » 22. Apr 2015 16:21

Góðan daginn gerlar og gerlur

Við vorum að henda inn grein um BrewPi gerjunarstýringu. Þetta er nýjasta viðbótin í bruggkjallaranum mínum. Þetta er tilvalið verkefni fyrir þá sem hafa gaman að því að smíða eitthvað sjálfir. Þeir sem eru flinkir á rafmagn og forritun ættu að geta hent þessu saman auðveldlega. Hins vegar tókst mér, sem kann ekkert á rafmagn og litla sem enga forritun, að setja þetta saman með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.

Ýttu hér til að sjá DIY BrewPi Leiðbeiningar

Við byrjuðum líka að birta dóma um bjór frá honum Bjarka félaga okkar. Þú getur skoðað þá hér.

Ef þú hefur áhuga á því að senda inn dóm/umsögn á bjór á síðunni skaltu senda mér PM eða póst á helgi@gerjun.is.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby Sindri » 22. Apr 2015 16:30

Ég stefni á að fá mér svona á næstu mánuðum
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby einaroskarsson » 22. Apr 2015 17:12

helgibelgi wrote:Góðan daginn gerlar og gerlur

Við vorum að henda inn grein um BrewPi gerjunarstýringu. Þetta er nýjasta viðbótin í bruggkjallaranum mínum. Þetta er tilvalið verkefni fyrir þá sem hafa gaman að því að smíða eitthvað sjálfir. Þeir sem eru flinkir á rafmagn og forritun ættu að geta hent þessu saman auðveldlega. Hins vegar tókst mér, sem kann ekkert á rafmagn og litla sem enga forritun, að setja þetta saman með tiltölulega lítilli fyrirhöfn.

Ýttu hér til að sjá DIY BrewPi Leiðbeiningar


Þetta er virkilega flott! :) Sá einmitt annan þráð með einn svona DIY BrewPi en var búinn að ákveða að þetta væri of krefjandi fyrir mann eins og mig sem ekkert kann á rafmagn! Þannig að núna hef ég enga afsökun! :beer:
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Gerjun.is - Vefsíða um gerjun

Postby helgibelgi » 7. May 2015 19:30

Við vorum að henda inn nýjum þætti og grein á síðuna okkar. Við förum létt yfir þrjár gerðir af brugggræjum og útskýrum hvernig þær virka. Þetta er bara svona til að gefa hugmyndir um hvað er hægt að gera (en það er hægt að gera svo miklu meira). Ef þú ert að spá í að byrja að brugga eða að hugsa um breytingar í græjunum þínum veitir þetta vonandi innblástur.

Ýttu hér til að sjá grein plús myndband
Ýttu hér til að sjá bara myndbandið
Ýttu hér til að gera ekkert...
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Next

Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests

cron