Hreinsa miða af flöskum

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Hreinsa miða af flöskum

Postby Dabby » 22. Feb 2012 13:07

Ég hef náð ágætis tökum á að taka miða af Kalda og Gæðings flöskum, læt þær liggja í vatni með uppþvottavéladufti í smá stund og þá rennur miðinn af og allt límið með. Skilst samt að þó að hluti límsins verði eftir ef miðinn er bara rifinn af þá leysist það fljótt upp í þvotti og hverfur. Mér finnst samt fínt að þetta fari bara af með miðanum.

Er einhver hér með töfralausn til að ná miðum af öðrum íslenskum bjórum?
ég er með helling af víking stout og bock flöskum sem eru með bréf miða. Hef ekki átt við miðana enn og geri það líklega ekki nema ég fái ábendingar um töfralausinr.
Dabby
Kraftagerill
 
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Idle » 22. Feb 2012 14:36

Nafni setti inn ágætar leiðbeiningar hér: viewtopic.php?f=14&t=723
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
 
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Dabby » 22. Feb 2012 14:56

Ég var búinn að lesa þetta, virkar þetta almennt á þá miða sem eru leiðinlegir?

Ég er að hugsa um flöskur með pappírmiðum þ.a. ég get ekki rifið þá af og ráðist svo með matarolíu á límið... Ætti líklega að reyna að bleyta miðann með olíu og sjá hvernig það gengur.
Dabby
Kraftagerill
 
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Idle » 22. Feb 2012 15:46

Dabby wrote:Ég var búinn að lesa þetta, virkar þetta almennt á þá miða sem eru leiðinlegir?

Ég er að hugsa um flöskur með pappírmiðum þ.a. ég get ekki rifið þá af og ráðist svo með matarolíu á límið... Ætti líklega að reyna að bleyta miðann með olíu og sjá hvernig það gengur.

Langt síðan ég hef staðið í flöskuþrifum... Mín reynsla með pappírsmiða, einkum á Fuller's, Erdinger, Paulaner og slíkum flöskum, var sú að það var nóg að láta þær liggja í heitu vatni í um klukkutíma, og miðarnir og límið runnu sjálfkrafa af. Skolaði þær svo bara aftur með heitu vatni úr sturtuhausnum, og þá var ekkert klístur eftir. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
 
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Dabby » 22. Feb 2012 15:57

Já þetta er blessunarlega svona einfallt með flesta innflutta bjóra, en ekki Víking bock og Víking stout.
Ég á svona 100 flöskur af þessu og langar að finna þægilega aðferð til að þrífa miðana. Þ.e. ef hún er til.
Dabby
Kraftagerill
 
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby bergrisi » 22. Feb 2012 16:52

Var einmitt að glíma við Þorra-Viking og Jóla-Viking. Hundleiðinlegir miðar. Ég lét þá vera í nokkra daga í klórblöndu í einni gerjunarfötu og skóf svo af þeim með dúkahníf. Hafði þá svo aftur í nokkra daga og þá rann restin af líminu auðveldlega. Ég var að vísu bara með 20 flöskur. Gangi þér vel með 100 flöskur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Feðgar » 22. Feb 2012 18:25

Kalda flöskurnar eru mjög auðveldar, bara í heitt vatn í nokkrar mín. og fer svo með með dúkahnífsblað undir kanntinn og þá dettur hann af með öllu lími.

Íslensku flöskurnar eins og þær frá Egils eru algjört pain, ég nenni ekki einu sinni að standa í að nota þær.

Við notum nær eingöngu Kalda og Stellu flöskur, það er eins með Stellu flöskurnar, bara heitt vatn
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
 
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby sigurdur » 22. Feb 2012 18:42

Stout og bock bjórarnir geta verið leiðinlegir.
Til að ná pappírsmiðunum af, þá minnir mig að ég noti sömu aðferð og að taka miðana af flöskunum frá Borg.
Annars er ég mjög duglegur að ógna öllum miðum með glersköfu .. þeir detta yfirleitt af bara við það að sjá sköfuna.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Dabby » 22. Feb 2012 20:09

Ég er að fara norður um helgina og er að pæla í að fylla baðið af bjórflöskum og setja vítissóda út í vatnið áður en ég fer..
sódi er notaður mikið í matvælaiðnaði sem hreinsiefni þar sem hann leysir bæði upp fitu og prótein, voá flöskunum mínumnandi drepur hann líka límið á flöskunum mínum.
Dabby
Kraftagerill
 
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby hrafnkell » 22. Feb 2012 20:32

Vertu viss um að sódinn rústi ekki króminu eða einhverju í baðinu :)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Feðgar » 2. Mar 2012 22:13

Jæja er búinn að vera að reyna að ná miðum af Jóla Kalda og Þorra Kalda núna nýverið og það er eins og þeir séu búnir að skipta um lím.

Miðarnir af gömlum Kalda flöskum detta af í heitu vatni en það er illmögulegt að ná miðunum af þessum nýju flöskum.

Mikil synd þar sem við erum með mest af okkar brúna gleri frá þeim.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
 
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby bergrisi » 2. Mar 2012 23:03

Miðarnir sem eru á Þorra-kalda og páska-kalda eru hundleiðinlegir. Núna er ég með eina fötu í skúrnum með klór og er svo með dúkahníf til að "tálga" miðana af. Læt svo liggja í nokkra daga í viðbót. Er búin að taka af um 50 flöskum undanfarnar vikur og þetta er bara leiðinlegt.

Ég fæ mér bjór með og þá er þetta aðeins bærilegra.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby sigurdur » 2. Mar 2012 23:06

Glerskafa, matarolía, uppþvottalögur og þolinmæði ...

... þegar ég nenni að taka miðana af .. annars fara flöskurnar stundum með miðanum í safnið.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Dabby » 2. Mar 2012 23:33

Tilraunin með að láta flöskur liggja í vítissódalausn yfir helgi gaf í sjálfu sér tvær niðurstöður:
Flöskur sem voru með miðum, aðallega Víking jólabock og stout voru enn með miðanum föstum. Plastmiðinn (bakhlið) fór þó þokkalega vel af þeim og oft varð lítið eða ekkert lím eftir á flöskunni.
Flöskur sem voru miðalausar en með lími á voru flestar orðnar hreinar... límið horfið.

Ég geri ráð fyrir að flöskurnar sem enn eru með miðum fái bara að vera það áfram. nota þær svoleiðis á meðan ég get ekki hent þeim með góðri samvisku. Er samt búinn að komast að því að bréfmiðinn losnar af ef flöskurnar fá að liggja nógu lengi í vatni með milku uppþvottavéladufti, meira en viku. Það er bara full mikið vesen fyrir minn smekk.
Dabby
Kraftagerill
 
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Feðgar » 3. Mar 2012 13:09

Svona til að slá aðeins á vonsvikin yfir því að ég hélt að Kaldi hefði skipt um lím á öllum sínum flöskum þá lét ég eina nýlega Norðan Kalda flösku undir kranann og lét heitt vatn leka í hana. Miðinn datt af með öllu lími.

Þannig að það er klárt að það eru ekki allar Kalda flöskur eins :skal:
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
 
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby rdavidsson » 8. Mar 2012 21:57

Sama hér...

Ég notaði reyndar aðra "tækni", ég fyllti flöskurnar af heitu vatni (eins heitt og það kemur í blöndunartækjunum), lét vatnið standa í um 5 mín, plokkaði aðeins í hornið og volla.. miðinn "dettur" af :) Svo nuddar maður bara límið af með hendinni undir heitu vatni.

Prófaði þetta á nokkrum Kalda flöskum og svo 40stk flöskur undan þýskum jólabjór sem ég ætla að nota undir fyrstu lögnina mína.

Kv, Raggi
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
 
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Dabby » 10. Mar 2012 21:07

Ég datt niður á aðferð til að hreinsa bréfmiðana af Víking stout og jóla bock. Setja þá inn í 200°C ofn í svona 20 mín og þá dettur miðinn af, bara eins og það sé ekkert lím á honum. Þessu fylgir að vísu smá lykt þannig að það þarf að lofta vel út, en ég er búinn að hreinsa an nokkrum tugum flaskna í kvöld.

Ég var búinn að hreinsa aftari miðann af nánast öllum flöskunum, en hann er úr plasti. ein flaskan var með aftari miðanum og hann skrapp bara saman og kom mjög auðveldlega af, en límið varð eftir á flöskunni.

Prufaði sömu aðferð á flösku frá Eistök.. Fremri miðinn kom af en ekki með öllu líminu. Aftari miðinn er enn á og líka miðinn á flöskuhálsinum.
Dabby
Kraftagerill
 
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Maggi » 6. May 2012 18:43

Það er einnig hægt að nota hin ýmsu efni til að ná líminu af
isopropyl alcohol (2-propanol)
acetone
Mineral oil
spritt (denatured alcohol)
Maggi
Gáfnagerill
 
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Simmi » 19. Feb 2013 00:20

sigurdur wrote:Glerskafa, matarolía, uppþvottalögur og þolinmæði ...

... þegar ég nenni að taka miðana af .. annars fara flöskurnar stundum með miðanum í safnið.


Þetta er einmitt mín reynsla. Íhugaði alvarlega í kvöld að brjóta flöskurnar, bræða þær og steypa upp á nýtt. Ekki frá því að það væri fljótlegra.
User avatar
Simmi
Villigerill
 
Posts: 8
Joined: 12. Jan 2011 09:25
Location: Hafnarfjörður

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby Elvarth » 25. Feb 2013 13:58

Sælir

Ég er kominn með hina fullkomnu að ferð til að ná miðunum af borgar flöskunum. Það sem þarf er : matarolía, plast dallur , stálull og viskustykki

Hvað svo. Ég maka matarolíu á miða. Nudda hana vel í. Og geymi hana þanig í plast dallinum. Daginn eftir rennur miðin af flöskuni þá nudda ég restina af líminu með stálull og olíu hreinsa svo restina með viskustykkinu . Svo er flott að henda þeim bara í uppþvottar vélina til að ná olíuni af.

Svo þegar ég hreinsa þær að innan er ég með borvél og flöskubursta sem ég festi í hana þá tekur einga stund að hreinsa þær að innan.


Kv. Elvar
Elvarth
Villigerill
 
Posts: 14
Joined: 14. Dec 2012 17:13

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby æpíei » 5. Jun 2013 11:05

Ég prófaði matarolíuna á Borgarflöskurnar og það er rétt, miðarnir koma auðveldlega af. Hins vegar situr eftir djöfulli erfitt lím sem klessist í allt og gerir almennt lífið erfitt. Besta, auðveldasta og fljótlegasta leiðin sem ég fann á þessar flöskur er að leggja þær í volgan (klór) vökva í nokkra klukkutíma, svo skafa miðann af með rakvélablaðssköfu, í mjóum röndum niður frá hálshluta að botni. Límið kemur þá af með miðatæjunum. Eftir að miðinn er allur af þarf stundum rétt að skafa upp smá lím, svo maka smá uppþvottalegi á og skola með volgu vatni. Tekur ca tvær mínútur á flösku og hún er eins og ný.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby rdavidsson » 5. Jun 2013 12:51

æpíei wrote:Ég prófaði matarolíuna á Borgarflöskurnar og það er rétt, miðarnir koma auðveldlega af. Hins vegar situr eftir djöfulli erfitt lím sem klessist í allt og gerir almennt lífið erfitt. Besta, auðveldasta og fljótlegasta leiðin sem ég fann á þessar flöskur er að leggja þær í volgan (klór) vökva í nokkra klukkutíma, svo skafa miðann af með rakvélablaðssköfu, í mjóum röndum niður frá hálshluta að botni. Límið kemur þá af með miðatæjunum. Eftir að miðinn er allur af þarf stundum rétt að skafa upp smá lím, svo maka smá uppþvottalegi á og skola með volgu vatni. Tekur ca tvær mínútur á flösku og hún er eins og ný.


Ég er búinn að finna lausnina, "Hreinsað bensín", það virkar allveg fáránlega vel á allt svona klístur og lím þegar búið er að taka miðana af... Þetta er í litlum flöskum frá "gamala apótekinu":
http://www.gamlaapotekid.is/media/w270h600/6b80ae1515f1bd.jpg
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
 
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby kari » 5. Jun 2013 20:24

æpíei wrote:Ég prófaði matarolíuna á Borgarflöskurnar og það er rétt, miðarnir koma auðveldlega af. Hins vegar situr eftir djöfulli erfitt lím sem klessist í allt og gerir almennt lífið erfitt. Besta, auðveldasta og fljótlegasta leiðin sem ég fann á þessar flöskur er að leggja þær í volgan (klór) vökva í nokkra klukkutíma, svo skafa miðann af með rakvélablaðssköfu, í mjóum röndum niður frá hálshluta að botni. Límið kemur þá af með miðatæjunum. Eftir að miðinn er allur af þarf stundum rétt að skafa upp smá lím, svo maka smá uppþvottalegi á og skola með volgu vatni. Tekur ca tvær mínútur á flösku og hún er eins og ný.


1) Setja heitt vatn í flöskuna og mýkja límið með hitanum af vatninu.
2) Taka miðann af þegar límið er orðið mjúkt. Miðinn fer af án þess að rifna. Ágættt að nota hnífsodd til að ná upp horni á miðanum, en þegar hornið er komið er bara að toga miðann af.
3) Nota olíu til að leysa límið upp, t.d. með olíuvættri tusku eða bara olíuvættum tröllaskeini. Hafð heita vatnið í flöskunni, því heitara sem límið er því betur gengur að leysa það upp í olíunni.
4) Stinga flöskunum uppþvottavél með smá uppþvottaefni og þvo.

Ekkert skaferí, engin bið með klór, ekkert vesen. Því heitara sem vatnið er því betur gengur þetta en maður þarf samt að geta haldið á flöskunni.
kari
Kraftagerill
 
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby cresent » 16. Jul 2015 08:43

Gamall þráður og allt það, en...

Flöskur frá Borg: Ég baka flöskurnar á 180-200 gráðum í 20 min. Við það dettur miðinn af. Stundum eru smá límleifar eftir sem fara af með smá stálull undir rennandi vatni.
cresent
Villigerill
 
Posts: 6
Joined: 20. Apr 2014 00:21

Re: Hreinsa miða af flöskum

Postby einaroskarsson » 20. Jul 2015 10:40

cresent wrote:Gamall þráður og allt það, en...

Flöskur frá Borg: Ég baka flöskurnar á 180-200 gráðum í 20 min. Við það dettur miðinn af. Stundum eru smá límleifar eftir sem fara af með smá stálull undir rennandi vatni.


Gerðist lítið fyrstu 15 mínúturnar en skipti frá undir-yfir hita í blástur og þá datt þetta af og ekkert lím á flöskunum :)
2015-07-18 14.29.40.jpg
2015-07-18 14.29.40.jpg (123.45 KiB) Viewed 49450 times
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Next

Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests

cron